Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 106
102
BÚNAÐARRIT
henni megi svo laga reglurnar, eftir því, sem þykir
þurfa.
Til þess að fóöurbirgða-fjelögin ættu kost á hæfari
eftirlitsmönnum en ella, stofnaði Búnaðarfjelag íslands
til námsskeiðs fyrir þá á síðastliðnu hausti. Til náms-
skeiðsins vandaði Búnaðarfjelagið eftir föngum. Magnús
Einarson dýralæknir kendi líffærafræði og lækningar á
algengum kvillum búpenings. Sig. Sigurðsson ráðunautur:
um byggingu, fóðrun og hirðingu nautpenings; skýrslu-
gerð, sem lýtur að nautgriparækt og fóðurgildi einstakra
fóðurtegunda. Theodór Arnbjörnsson: um fóðurtryggingar
fyr og síðar, um byggingu, fóðrun og hirðingu sauðfjár
og hrossa, blöndun á fóðri, fóður-skýrsluhald og grund-
vallaratriði kynbótanna. — Auk þessara föstu kennara
hjeldu fyrirlestra: S. Sigurðsson, forseti: um búnað og
áburð. Einar Helgason: um garðyrkju. Yaltýr Stefánsson:
um áveitur. Ragnar Ásgeirsson: um garðyrkju, og Jón
Þorbergsson: um sauðfjárrækt. Einnig kendi Trausti Ól-
afsson, efnafræðingur, fitumælingar á mjólk. — Náms-
skeiðið stóð frá 31. október til 13. desember. Vanalega
voru fluttir 5 fyrirlestrar á dag, auk þess voru nemend-
ur æfðir, eftir föngum, í að færa skýrslur, sem starf
þeirra útheimtir.
Þó þessu máli miði ekki fijótar áleiðis, en tjáð hefir
verið hjer að framan, vona jeg þó að þeim mönnum
fjölgi, er telja ekki eftir sjer hverja athugun á atvinnu-
vegi sínum, og álíta ekki einskisvert að geta aflað sjer,
með rökum úr sjálfs síns reynslu, upplýsinga um, hvaða
búfjártegund borgar sig best, þar sem hann býr, og
hvernig hyggilegast er að fóðra. Vona að þeir, sem
hjer ganga á undan, láti sig litlu skifta, þó nokkrir, er
fullvitrir þykjast, kalli viðleitni þeirra skrifTinsku, útlent
tildur eða öðrum þvílíkum nöfnum, er þeir hafa oft á
hraðbergi, til að sýna lítilsvirðingu sína á viðleitni ann-
ara, að verða nýtir menn í sinni stjett.
Tlieodör Arnbjörnsson, n-á ósi.