Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 107
BÚNAÐARRIT
Um torfbyggingar
og
endurbætur á þeim.
Þaö eru, því miður, allar horfur á því, að vjer verð-
um fyrst um sinn að bjargast sem mest við torfhús,
vegna peningakreppu og dýrtíðar á öllu útlendu bygg-
ingarefni. Þetta mætti oss að láni verða, ef það gæti
leitt til verulegra framfara í torfhúsagerðinni, því að
ýmsu leyti er torfið ágætt efni. Ef torfveggir eru þurrir,
þá eru þeir öllum veggjum hlýrri og endingin er afar-
mikil norðanlands, þegar alt er sem best vandað. 100
ára gamlir veggir eru ekki mjög sjaldsjeðir, og Torfi
Bjarnason nefnir dæmi til þess, að torfhús hafi staðið
alt að 180 árum. Það eru ekki öll útlendu bygginga-
efnin, sem gera betur.
Þetta höfum vjer komist áleiðis með gömlu aðferð-
unum, en það eru öll líkindi til þess, að þær megi
endurbæta á ýmsan hátt. Auk þess sem skipulag her-
bergja má bæta á ýmsan hátt, þá er nú völ á ýmsum
betri byggingaefnum en áður gerðust (stærri viðum o. fl.)
og þekkingin hefir vaxið í mörgum greinum. Vjer þyrft-
um því að taka torfhúsagerðinni tak, leggja saman
gamla þekkingu og nýja, afla oss fullkomnari þekkingar
með tilraunum, þar sem þess gerðist þörf, og ljetta ekki
fyr en vjer kunnum að gera svo góð og hentug hús úr
torfinu, að fram úr öllu sje ráðið sem haganlegast.
A. Gomla byggingareglarnar. Um þær eru all-
margar ritgerðir og leiðbeiningar á víð og dreif í göml-