Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 108
104
BÚNAÐARRIT
um blööum og tímaritum, en ekki er þar mikið aö
finna, sem taki fram því, sem stendur í ritgerð Hall-
dórs Jónssonar (Leiðbeiningar um húsveggja- og garða-
hleðslu) í „Búnaðarritinu" 1906. Vil jeg eindregið ráða
þeim, sem við torfbyggingar fást, til þess að lesa hana1).
Ef nú er litið yfir aðal-atriðin í gömlu byggingareglun-
um, þá er þessu helst að bæta við fyrnefnda ritgerð:
a) Byggingaefnið. Menn eru ekki ásáttir um það,
hvenær hentugast sje að skera torf eða hnausa til bygg-
inga. Venjulegast mun það gert að vorinu, og fæst þá
fljótlega þurkur á torfið, en Halldór Þorgrímsson telur
best að rista að haustinu. Vera má, að þetta sje ekki
þýðingarlaust, t. d. að jurtir og rætur sjeu safaminni
(torfið endingarbetra) að hausti en vori. Verður tæplega
úr þessu skorið nema með tilraunum, aftur auðsjeð að
sjaldnast fæst fullur þurkur á torf að haustinu, en óvíst
hversu það þolir að liggja blautt í bunka til vorsins.
Þó er sagt, að það gefist vel.
Flestum kemur saman um það, að best sje torf til
bygginga, ef það er vel þurt og sigið. Um þurk-
inn er lítið annað að segja en, að hann verður tæpast
of-mikill, en að torflð sje sem þjettast, og sigið fæst
með því, að láta það liggja lengi í vænum bunkum
(háum). „Bóndi" telur það best, að torfið hafi legið ár-
1 a n g t bunkað, og skal þá hafa góðan vatnshalla á
bunkunum og þekja þá. Eflaust sígur torfið betur saman
á þenna hátt, en heyrt hefi jeg það, að erfltt geti það
verið að ná torfi sundur, sem lengi hefir legið í bunka.
1) Af öðrum ritgerðum má helst nefna: Gr. Sveinsson: Um
bœjabyggingar á íslandi („Lærd.listafjel.rit" XI). — Austfirskur
böndi: Einfaldar reglur um fjárhúsabyggingu og sauðfjárrækt
(„Bóndi“ I.). — Tilraunir og uppástungur ýmsra manna um
bæjabyggingar. (Sama rit). — Halldór Þorgrímsson: Ritgerð um
torfbyggingar („Huld“ I.). — Sigurður GuðmundBson: Um húsa-
byggingar („Búnaðarrit“ XII.).