Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 112
108
BÚNAÐARRIT
má alls ekki ganga inn af neðri hleðslunni, þó veggur-
inn flái, því þá hefði hún ekki annað að hvíla á en
veggjarmoldina.
Húsgaflar eru gerðir því sem næst fláalausir.
Pjárhúsaveggir innanverðir þurfa helst að vera hlaðnir
úr grjóti einu, svo hátt sem fjeð nær, því torf vill bæði
eyðast og jetast.
f) Þök og þil. Nærþakið skal vera úr sem bestu torfl
og grasrót snúa inn. í „Ganglera" I. er ráðlagt, að hafa
nærþakiö tvöfalt. Ef ytra þak er úr nýskorinni snyddu,
þarf litla myldingu (um 3 cm. þykka), en nokkru meiri,
ef þakið er með torfl. — „Bóndi" vekur eftirtekt á því,
að allajafna vilji slakki koma í þakið upp undan veggja-
glennum, þar sem það mætir veggnum, og vill því láta
þak og sperrutær ná út á miðja veggi. Verður þá að
nota „hliðdverga" upp af stoðum. Þar sem slíkur slakki
myndast hættir við leka.
Þil töldu gömlu mennirnir best svo, að bæði væru
þau plægð og listuð. Er það eflaust rjett. Úr öllum
gættum skyldi rífa eftir veturinn, svo viðir þornuðu og
veggir, en hlaða svo í þær að hausti. Sama var að segja
um vindaugu, sem gerð voru neðst á veggjum. Þau
þóttu nauðsynleg, til þess að þurka húsin og viðra.
Aftur þótti óhyggiiegt, að fylla mold að húsum, því þá
yrðu þau rakasamari og erflðara að halda veggjum
þurrum.
Reisifjöl skyldi helst bika tvisvar eða þrisvar, áður
torfþak væri lagt á, með brennheitri tjöru. Það var tal-
ið til bóta, að blanda þó nokkru af lýsi saman við
tjöruna, og strá viðarkoladufti í ystu bikunina
(Þorst. Guðmundsson: „Bóndi").
Þetta, sem hjer er sagt, er hið helsta, sem jeg hefi
fundið í ritgerðum um torfhúsagerð, auk þess sem
stendur í fyrnefndri ritgerð Halldórs Jónssonar.