Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 114
110
JBÚNAÐARRIT
menn til þessa úrræðis, þar sem líkt stendur á. — Þó
virðist mjer að nokkrar endurbætur sjeu svo augljósar,
að þær komi eflaust að haldi, og má þá fyrst minnast
á þær.
Þurrir veggir. Ef auðið væri að halda veggjunum
þurrum, verða þeir míklu hlýrri, endast lengur, hreyfast
síður og snarast. Fyrsta skilyrðið fyrir þessu er, að
veggirnir sjeu lausir við jarðrakann að neðan. Nú er
það, af öðrum ástæðum, nauðsynlegt eða æskilegt, að
frost gangi ekki undir undirstöður veggjanna, og til þess
þarf þá að taka þær nálega 2 m. djúpt í jörð, eða
hlaða kjallaraveggi úr steini, sem gangi að minsta
kosti 0,50 m. upp yflr jörð. Sje kjallari ekki gerður
undir húsinu, ætti að nægja, að grafa skurði fyrir veggj-
um og fylla þá með grjóti og möl, en hlaða það, sem
upp úr jörð stæði og þjetta yflrborðið með steinlími.
Auðvitað kæmi þetta einkum til greina við íbúðarhús.
Á þenna hátt hvíldi torfveggurinn á grjótundirstöðu, og
væri algerlega laus við raka jörðina.
Annað atriði má og telja sjálfsagt, enda hafa aðrir
bent á það, t. d. Torfl í Ólafsdal: að láta vatnshelt þak
ná út yflr veggina, og forða þeim frá öllu vatnsrensli
þaðan með þakrennu.
Þessi tvö atriði út af fyrir sig myndu bæta veggina
stórum, gera þá hlýrri, rakaminni og endingarbetri, en
ýmsir erflðleikar eru þó á framkvæmd þeirra. — Það
er þá fyrst, að 1,50—2 m. þykkur veggur þarf afar-
breiða undirstöðu, sem mjög mikið grjót fer í, ef hún
gengur niður fyrir frost. Rís þá að sjálfsögðu sú spurn-
ing, hvort ekki sje gerlegt að minka þykt veggjanna
til mikilla muna, sleppa moldinni innan í þeim að
mestu leyti og gera allan vegginn úr torfi. Hvað hlý-
indin snertir þá er það vafalaust, að þeirra vegna þarí
veggurinn ekki að vera þykkari en 60—75 cm. (um
1 alin), svo framarlega sem veggurinn getur haldist þur.