Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 116
112
BUNAÐARRIT
óþarft, en þetta er eitt af mörgu, sem athuga þarf meö
tilraunum. Hins vegar mun það ekki ókleyft, að gera
vegginn vatnsheldan að utan. Það er þá fyrst, að til
eru ýmsir vökvar, sem notaðir eru til þess að verja
stein- og steypuveggi fyrir vatni, og líklega mætti engu
síður nota á torf. Þeim er ýrt á vegginn eða bornir á
hann, og hrín þá ekki vatn við hann á eftir. Þeir breyta
ekki lit veggjarins og hverfa alveg inn í hann. Þá gæti
og komið til tals, að bera soðna, heita tjöru (lýsisbland-
aða?) á þurran vegginn, kasta grófum sandi i hana og
kalklita vegginn á eftir. Með einhverjum slíkum ráðum
þykir mjer ekki ólíklegt, að verja mætti vatni að ganga
í torfveggi.
Ef veggjagerðin breyttist í þá átt, sem hjer er sagt,
þá kæmi ekki til tals að nota grjót í þá. Klumbu-
hnausar, með strengjalögum á milli, væru sjálfsagðir
þar sem góð rista er, en strengir einir að öðrum kosti.
Ríka áherslu yrði að leggja á það, að efnið væri bæði
þurt og sigið, og veggurinn svo samanþjappaður sem
auðið væri, til þess að sig yrði sem allra minst. Torfið
ætti þá að hafa legið all-lengi í háum bunkum, ef til
vill undir grjótfargi. Það gæti og komið til tals að berja
vegginn saman, svo sem siðar er sagt um leirveggi,
láta hann standa nokkurn tíma undir grjótfargi o. fl.
Jeg kem þá að þeim atriðunum, sem eru tvisýnari
og erfiðari viðfangs. Má þá fyrst minnast á veggjagöt
fyrir glugga og hurðir. Torfveggir geta aldrei orðið við-
unandi á íbúðaihúsum, nema glugga megi gera á þá
hvar sem er, lfkt og á steinveggjum. Ef þyktin er ekki
meiri en 60—75 cm., þá þarf hún ekki að vera til
íyrirslöbu, aftur er sigið ilt við að eiga.
Mjer heflr komið þetta til hugar: Gluggakista er gerð
úr þunnri, járnbentri steypu af þeirri gerð, að ferhyrnd
kista, jafn-þykk veggnum, afmarkar gluggaopið, en rend-
urnar beygjast að utan og innan 10—20 cm. út á vegginn