Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 119
BtíNAÐARRIT
116
um og barin vandlega saman á sama bátt og svo sem
gert er viö leirveggi. Sennilega væri þá rjettast aö sleppa
innri hleöslunni, og láta sljettan leirvegginn vita inn í
húsiö. Slíkir leirveggir eru fullsterkir til þess að bera
húsið, en óreynt er það, hvort torfhleðslan í ytri brún
nægir til þess að verja leirvegginn vatni, en á því
veltur alt. Glugga mætti setja hvar sem væri á slíkan
vegg, því sig væri ekki að óttast, en mjög erfltt yrði þó
að verjast því, að vatn næði þar til leirsins.
Slík veggjagerð (leirveggir með yfirborði úr torfi) er
því skilyrði bundin, að tekist hafi að gera yfirborð torfs
vatnsþjett, og auk þess fundið með tilraunum, hversu
best mætti hagnýta sjer leir vorn til veggjagerðar. Fyrst
um sinn getur hún því ekki komið oss að haldi, þó
mikið sje nú rætt um það erlendis, að byggja úr óbrend-
um leir, og sumir fullyrði að þaö sje ódýr aðferð og góð.
Guðmundur G. Bárðarson1) stingur upp á því, að láta
ijett, flatt þak blátt áfram hvíla á vegujunum, og lofa
þeim svo að síga eftir vild. Yeggjahæðin þyrfti þá að
vera mjög rífleg í fyrstu, því við sigið lækkaði stöðugt
hæðin undir loftið. Að innan vill hann þilja húsin svo,
að nokkur hluti þils fylgi gólfi og hinn lofti, og geti efra
og neðra þil gengið á misvíxl; eða ef til vill sleppa
innanþiljum, ef takast mætti að gera yfirborð torfsins
sæmilegt á annan hátt. Glugga vill hann hafa á timbur-
göflum, en enga á torfveggjunum sjálfum. Hann ætlast
til að veggirnir sjeu sem vandlegast gerðir, og fergðir
með grjótfargi áður þakið er lagt á, og gerir þá ráð
fyrir að sigið verði ekki stórfenglegt. — Það virðist mjer
1) „Hugleiðingar um iiúsagerð“ („Búnaðarrit“ 1904). 1 ritgerð
þessari gerir G. G. B. ýmsar sömu tillögur og jeg hefi drepið á,
t. d. að byggja torfveggina á góðri grjót-undirstöðu, lilaða þá
úr torfi einu og sleppa veggjamoldinni í miðjum vegg, bika
torfið að utan eða bera á það vatnsfælin efni, Hnausalag það,
sem hann stingur upp á, held jeg að sje varasamt.