Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 121
BÚNAÐARRIT
117
á veggjunum, ef þeir eru vandaðir að öllu. í íbúðar-
húsum, sem hólfa þarf margvíslega sundur, verður tæp-
ast. hjá því komist að nota grind, enn sem komið er.
Þetta kann að breytast, þegar byggingafræðingar vorir
hafa rannsakað þau mörgu atriði, viðvikjandi torfveggj-
um, sem enn eru óráðin gáta.
Jafnvel þó það yrði ofan á, er öll kurl kæmu til
grafar, að best borgi sig að gera yst þunnan steypu-
vegg, sem bæri húsið, og setja mætti í dyr og glugga,
þá er það þýðingarmikið verkefni, að flnna hversu best
mætti hagnýta torf í skjólvegg, til þess að gera húsið
hlýtt. Án efa er torflð nýtilegt til þess, þó mótaður mór
o. fl. gæti og komið til tals. Vjer höfum nú 2 mönnum
á að skipa, eða fleirum, til þess að leiðbeina í húsagerð.
Af þeim má vænta, að þeir beiti sjer fyrir nauðsynleg-
um tilraunum og framkvæmdum, er að þessu lúta.
Ouðm. Hannesson.