Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 122
BÓNAÐARRIT
Hagfeldur hrossamarkaður.
Undanfarin ár hefir hrossaræktin veriö ein af tekju-
lindum þeirra hjeraða landsins — sem sæmileg skilyrði
hafa fyrir hana — og ekki sú lakasta. Þó ýmsir bændur
telji sig ekki hafa efni á að tryggja hrossastofninn fyrir
harðindum, eins og annað búfje sitt, eða kenni hross-
unum um, ef heyþrot verða, hafa þeir þó oft fengið
ríflegan „skilding" fyrir hrossin, sem þeir seldu út úr
landinu. Auk þessa hafa sum hrossahjeruðin miklar
tekjur af hrossasölu til annara hjeraða, sem lakari skil-
yrði hafa til hrossaræktar; ennfremur var mikil hrossa-
sala til kaupstaðanna. Einkurn voru það reiðhestar og
vænir dráttarhestar, sem seldust háu verði. Einnig má
teija til afurða af hrossunum gömlu hrossin, sem bænd-
ur slátra í bú sín, eða selja til „afsláttar", og síðast,
en ekki síst, öll hrossavinnan í landinu.
Nú virðist slæmt útlit með hrossasölu út úr landinu.
Hefi’ jeg strax heyrt radair um, að þetta verði til að
gera stóðin verðlítil eða næstum verðlaus, og hljóti því
að verða stór hnekkur fyrir hrossaræktina. Mjer virðist
þetta svo mjög á annan veg, að jeg tel að fullorðnum
hrossum megi ekki fækka í landinu, þó útflutningur
legðist niður að mestu eða öllu leyti. Mín hngmynd er,
að bændur slátri svo mikium hluta folaldanna, að hitt
nægi að eins til viðhalds hrossastofninum í landinu.
Skal jeg svo leitast við að gera samanburð á afurða-
framleiðslu með hryssum og ám, og geng þá út frá