Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 123
BÚNAÐARRIT
119
vænum meðal-skepnum af báöum tegundum, í þeim
hjeruðum, sem sæmileg eru fyrir hrossarækt.
Jeg áætla aö gott meðal-folald leggi sig þannig:
Kjöt 150 ® á 0,60 = Kr. 90,00
Skinn ... - 8,00 = — 8,00
Slátur ...- 2,00 = — 2,00
Samtals Kr. 100,00
Kjötmagnið tel jeg ekki hátt áætlað, því þetta byggi
jeg á mjög mörgum athugunum, sem mjer eru kunnar.
Um skinnverðið má deila, tel það þó ekki hátt virt.
Á móti legg jeg afrak af 4 góðum ám, sem jeg áætla
þannig:
Vorull 10 ® á 1,00 = Kr. 10,00
4 lambakr. 120® á 0,60 = — 72,00
4 gærur 24 ® á 0,30 = — 7,20
Mör 10 ® á 0,80 = — 8,00
Samtals Kr. 101,20
Gangverð á sauðfjárafurðum var svo misjafnt í haust,
eftir þvf, sem kaupmönnum og kaupfjelögum gekk að
selja, að jeg þori ekki að fullyrða að verðlagið sje
meðallag, þó jeg telji þetta verð nærri því, þar sem ekki
náðist, til hagfelds innanlands markaðar. Mjer virðist
hjer síst hallað á sauðfjeð, því miðist við folöld fullorð-
inna hryssa, reynast þau yflrleitt betur en áætlunin
gerir ráð fyrir, en lambaþyngd þessi telst góð, sem
meðalþyngd, í flestum þeim beitarsveitum, sem einnig
eru góðar til hrossaræktunar. Folaldakjöt virði jeg jafnt
og lambakjöt í bú að leggja. Yanhöld get jeg ekki
áætlað meiri á stóði en sauðfje. Sama er að segja um
uppeldis-kostnaðinn, þegar þess er gætt, að hryssan end-
ist tvöfaldan árafjölda, samanborið við ærnar.
Þá er f óðurkostnaðurinn. 4 ær þurfa ca. 8 hesta af
heyi, yfir meðal-vetur. Hryssan kemur ekki í hús í