Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 124
120
BUNAÐARRIT
mörgum vetrum, sje slátraö undan henni strax eftir
rjettir, og þó hún komi inn, kemst hún næstum af meb
þaí, sem ærnar þurfa jafn langan tíma, sje hún tekin
feit. Aldrei getur komið til mála, aö hryssa, sem ekki
mjólkar að haustinu eða vetrinum, þurfi til vetrarfóðurs
jafn-mikið og 4 ær. Með þessu búskaparlagi yrði stóðið
hættuminna í harðindum, því bæði yrðu unghrossin
mikiö færri, og hryssurnar, sem ekki þyrftu að mjólka
að vetrinum, feitari en ella. Einnig mundi bændum ekki
þykja eins mikið fyrir, að slátra hrossum af heyjum,
eins og nú virðist, ef þetta lag væri komið á.
Á þenna hátt hefðu menn í hendi sjer, að ala að eins
upp undan vænum hryssum, og yrðu þá miklar kyn-
bætur að þessu; líka væru betri ástæður til að ala vel
upp það, sem sett væri á. Siðast, en ekki síst, tel jeg
víst, að athugun sú á þroska folaldanna, sem fengist við
að vigta kjötið, er þeim er slátrað, sýni mönnum betur
en flest annað, að það er rökrjett hagfræði, að hirða og
fóðra hrossin vel.
18. apríl 1922.
Theodór Arnbjörnsson,
fró Ósi.