Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 127
BÚNAÐARRIT
123
tunnunnar Vi af lengd hennar, svo a8 hún tekur 150—
160 lítra. Á hana er festur sterkur járnkilpur með hjóli
(,,talíu“) í miðju. í efri enda sveifluássins er greypt
samsvarandi hjól úr járni. Litlu neðar í enda sveiflu-
ássins er festur vírstrengur, gengur sá strengur niður
um hjólið í kilpi ausunnar, þaðan upp um hjólið í enda
sveifluássins og niður með ásnum í hjól neðarlega á
uppreista trjenu, og loks er endi strengsins festur í eins
hests hemil. Þegar tekið er í hemilinn, hefst ausan á
loft og dregst upp að hærri enda sveifluássins. Má þá
færa hana til og frá, þegar hún er á lofti, með því aö
sveifla ásnum ýmist út yfir gryfjuna, sem ausa á úr,
og yfir vagnkassann, er ausa skal í. Á botni ausunnar
er stórt gat; fyrir því er blaðka að ofan. Þegar ausan
er látin síga niður, opnast blaðkan af þunga ausunnar,
og forin streymir upp um gatið og fyllir ausuna. Þegar
svo aftur er tekið í strenginn, og ausan lyftist, fellur
blaðkan aftur og lokar. Þegar ausan er komin nógu
hátt á loft, til þess að verða fyrir ofan vagninn, sem
ausa á í, er ásnum með ausunni sveiflað út yfir vagn-
inn, og ausan tæmd í hann, með því að taka í taug,
sem gengur úr blöðkunni á ausubotninum upp í gegnum
keng á sveifluásnum; lyftist blaðkan við það átak, og
ausan tæmist á svipstundu.
Hesti er beitt fyrir dráttarstrenginn, og hefir rnjer
virst hæfilegt átak fyrir hann, að lyfta ausu, sem tekur
um 150 lítra. Parf þá tvær ausur til að fylla kassa,
sem tekur 300 lítra, og þaif ekki til þess lengri tíma
en 2 minútur, ef hesturinn er vel taminn.
Eftir minni reynslu á dælum og forar-ausunni, hefir
ausan þessa kosti fram yfir dælur:
1. Miklu fljótvirkari.
2. Minna hætt viÖ bilun.
3. Að hestafli verður komið við, svo að verkið geta
unnið unglingar eða orkuminni menn en með dælu.