Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 129
BÚNAÐARRIT
Unglamba-merki.
í B. hefti „Búnaðarritsins“ 1921 var grein eftir
Theodór Arnbjörnsson, ráðunaut, sem heitir „Ættbók“.
Minnist höf. bar meðal annars á, að nauðsynlegt sje að
merkja unglömbin, svo að hægt sje að vita með
fullri vissu undan hvaða á — og hrút — hvert
lamb sje, og getur um nokkrar aðferðir til að metkja
lömbin. En hann gleymir þeirri aðferðinni, sem jeg tel
hiklaust besta. Og hún er sú, að merkja lömbin með
máli.
Aðferðin er ósköp einföld. Málblettur á ákveðnum stað
á lambinu táknar ákveðna tölu, t. d. hægra megin á
hálsi 1, á hægra bóg 2, á hægri síðu B; aftan á hnakka
10, ofan á hálsi 20 o. s. frv. Eru merkin síðan lögð
saman. Sje um fleiri hutidruð að gera, má hafa málið
mismunandi litt, 1. hundraðið blátt, 2. hundraðið rautt,
þriðja hundraðið grænt o. s. frv. Málinu er núið vel í
ullina á lambinu, um leið og markað er. Gott er að
merkja ofan í sörnu blettina um leið og rúið er. Þá
verða merkin greinileg að haustinu. Annars geta þau
þá orðið svo ógreinileg, að þau flnnist ekki nema við
nákvæma leit. En í 95 tilfellum af 100 er áreiðanlegt,
að merkin sjást að haustinu, þó að eins sje einmerkt.
Þessa þarf að krefjast af þannig löguðum merkjum:
1. að skepnan geti ekki t.ýnt þeim, eða losnað við þau
á annan hátt.