Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 131
BÚNAÐAKftlT
127
Ekki hefir honum þótt skömm að því, að skoða og
hugsa um kindurnar sinar.
Hraunum í Fljótum, i des. 1921.
Einar B. Ouðmundsson.
Kálfs-eldi.
Búnaðarfjelagið tók í vetur um tíma kálf til eldis, í þeim til-
gangi, að gera sjerstaka fóðrunar-tilraun með liann. Hún var í
þvi fólgin, að honum var gefið 1 ý s i saman við undanrcnnu, í
stað nýmjólkur. Vitanlega var ekki byrjað á fullri lýsis-gjöf alt í
einu, heldur smámsaman, eftir því sem kálfurinn vandist henni,
— Þessi tilraun náði að vísu skamt, og þar af leiðandi minna á
henni að græða en þurft hefði að vera. Það sem því olli, var
sjerstaklega tvent, að tilrauna-tíminn var stuttur, og liitt eigi síður,
að allan samanburð vantaði, þar sem tilrauna-kálfurinn var ekki
nema einn. En þrátt fyrir þetta bendir þó tilraunin i þá átt, að
spara megi nýmjólk mcð lýsis-gjöf, samau við undanrennu. — Til-
raunir með fóðrun kálfa í Engiandi, og víðar, liafa og leitt þetta
í ljós mjög greinilcga. Og eldi þeirra hefir einnig með þessari að-
ferð reynst ódýrara en olla. Nýmjólkur-skýrslan hefir orðið miklu
minni, og hefir það eigi litla þýðingu fyrir þá bændur, er leggja
stund á smjörgerð.-------Um þenna tilrauna-kálf Búnaðarfjelagsins
er nú það að segja, að hann var borinn 31. okt. í haust. Fyrstu
vikuna leið honum okki vel, og kom það til af sjerstökum ástæðum.
Fjekk hann þá sem svaraði 1 kg. af nýmjólk á dag. En það var
mjög ónógt, því kálfurinn var stór og þurftarmikill, enda komst
hann þá í hálfgerðan sultarkeng. Næsta vika fór í það að jafna
kálfinn, og fjekk hann þá 2 kg. á dag til jafnaðar. — Þann 14.
nóv,, þá liálfs mánaðar, var liann veginn, og vóg þá 36 kg. Þá
hófst fóður-tilraunin, og stóð hún í 10 vikur, eða því sem næst.
Meðan á henni stóð, var káifurinn veginn vikulega. — Fer hjer
á eftir tafia yfir það, sem í hann fór þenna tima, ásamt þunga hans
á hverjum vikufresti. — Kálfinum var gefið til jafnaðar á dag: