Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 132
128
BÚNAÐARRIT
Nýmjólk. Undanrenna. Lýsi. Haframjöl. Kálfuriim vóg.
1. vikuna 2,5 kg. 2,5 kg. 22 gr. v» kg- 42 kg.
2. „ 1,6 — 8,0 — 40 — 'h — 46 —
3. 0,5 - 3,5 — 52 — — 49 —
4. -„- 0,5 — 4,0 - 52 — > — 54 —
5. r 6,0 — 66 — l/» — 58,6—
6. n 6,0 — 66 — V* — 62 —
7- w 6,0 — 66 — */• — 66 —
8. V 5,5 — 66 — > — 71 —
9- -„- r 6,0 — 60 — '/• — 76,.—
10. w 4,0 — 54 — > — n
Auk þessa fjekk kálfurinn hey, eins og hann vildi. En hann
át það mjög dræmt, og lítið þar til siðustu vikurnar. — Heilsa
kálfsins mátti heita góð, nema hvað bar á einhverju sleni i hon-
um aðra og þriðju vikuna. En hann náði sjer brátt aftur. En
þetta „slen“ orsakaði ólyst hans á heyinu, enda var það ekki svo
gott sem skyldi.------Jafuvel þó að þessi fóður-tilraun hafi verið
ófullkomin, eins og áður er getið, þá gefur hún þó bending um
að skifta megi á nýmjólk, og gefa í stað hennar undanrennu og
lýsi. En breytingin verður að vera liægfara, þvi annars er hætt
við óhreysti eða að kálfurinn veikist. — Ættu þeir, sem ala kálfa,
að reyna þetta, og athuga, hvort kálfs-eldið verður ekki, með
þessu móti, kostnaðarminna en ella.-------En um kostnaðinn við
þessa umræddu tilraun verður ekkert sagt, því hann gefur engar
upplýsingar um það, hvað svipað kálfs-oldi í sveitum mundi kosta.
Hins vegar geta menn sjálfir reiknað út, hvað þetta hafi kostað,
miðað við það verð á mjólk, sem talið er hæfilegt í þeirri og þoirri
sveit. Og lýsisverðið er töluvert misjafnt, frá ári til árs. — Loks
skal þess getið, að haframjölið var bleytt út í vatni og hleypt
upp á því suðu, áður en það var gefið.
Reykjavík, 20. mars 1922.
Sigurður Sigurðsson, ráðunautur.