Hlín - 01.01.1919, Page 69

Hlín - 01.01.1919, Page 69
Hlin 69 ar .H'ún las í lófa mjer, og — jeg sannfærðist um gildi hennar sem spákonu. Sumt sem hún sagði mjer var þegar komið fram, og gat enginn maður hafa frætt liana um það. Sumt kom fram skömmu síðar, og enn annað rnörg- um — 18 — árum síðar, og þó nákvæmlega á því aldursári mínu, er lnin tiltók. Hef jeg því enga ástæðu til að rengja ummæli hennar. En eitt af því, sem hún sagði mjer og sem jeg eink- um ætlaði að gera að umtalsefni hjer, var það, að á aðra hönd hvers manns væri það skráð, er hann hefði að erfðum tekið úr ættum fram: kostir, lestir, hreysti, veiklun o. s. frv., en á hina persónueðli sjálfs hans, eða það sem hann hefði „gert sig sjálfur“, og væri sú hend- in ýmist betri eðá verri eftir því, hve mikið væri í mann- inn spunnið, hvort hann hefði ávaxtað pund sitt vel eð- uð grafið það í jörðu. — Þetta atriði fanst mjer mikið um, og hef oft hugsað um það. Jeg vil jafnvel segja, að það hafi aukið mjer þann metnað, að reyna að hafa ekki þá hendina lakari, er jeg mótaði sjálf en liina, sem allar earfðasyndirnar mínar voru skráðar á! Hugsum okkur nú þetta: Allir menn eru iæddir með einhverjum misbrestum, t. d. hneigð til Ieti, ósannsögli, munaðar o. fl., sem auðvitað bæði er arfur og einnig liggur í manns eigin breyska eðli. En sjeu þeir á liinn bóginn svo tilfinninganæmir að finna þetta sjálfir, og svo metnaðargjarnir eða vandir að virðingu sinni, að vilja uppræta það úr eðlsfari sínu, þá hefst stríð milli holds- ins og andans. En um árangurinn af því striti eru skift- ar skoðanir. Ýmsir halda því fram, að þessar hneygðir í manneðlinu verði alls ekki kæfðar, heldur aðeins svæfð- ar, en logi svo upp aftur, þegar minst varir. En það er vantraustsyfirlýsing á sigri hins góða. Þeir sem hafa ein- beittan vilja og næma sómatilfinningu, þeini tekst að deyða í sjer þennan „gantla Adam“, þetta illgresi i hveit- inu, en — ekki mun það gerast sársaukalaust, og hve djúpt mega ekki þjóðirnar hneigja sig fyrir slíkum sig-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.