Hlín - 01.01.1919, Page 77
Hlin
77
Sortulyngslitur.
(Brúnsvart). Lyngið er týnt sem bezt þroskað, svörtu leggjununt
fleygt, en aðeins notaðar grænu klærnar. í 40 potta af vatni þarf
10 pund af þannig hreinsuðu lyngi, en legið hefur í vatni yfir nótt-
ina. Lyngið skal síðan sjóða í 10—12 tíma. Síðan er lögurinn látinn
kólna með lynginu í. Morguninn eítir er lyngið síað frá, en syo
helt á það 4 pottum af heitu vatni, og svo aftur síað og þessunt 4
pottum bætt í löginn. í þessum lög má lita 4—5 pd. af ullardúk,
plöggum eða bandi, er sjóðist í 3—4 kl.tíma.
Stundum hef jeg látið eitt lóð af blásteini í löginn, en jeg efast
um, að það hali nokkuð að þýða.
0 Hólmfríður Sigurðardóttir,
Fljótsbakka, Bárðardal.
Hallærisgrátt.
(1 pund ull eða band). 3 lóð sortulyng, 3 lóð barinn brúnspónn,'
i/2 lóð vitriól eða álún. Brúnspónninn og sortulyngið á að liggja
í vatni yfir nótt, soðið svo í sama vatninu 2 stundir, síðan síað.
Litunarefnið er þá látið ofan í og soðið y4 úr klukkustund. Síðan
er litarefnið tekið upp úr og vitriólið látið út í löginn. Litarefnið
er látið ofan í pottinn aftur og soðið í 15 mínútur.
Mývetnsk konn.
Reyktur fiskur.
Þegar mikið berst að af íiski, hvort heldur er við sjávarsíðuna,
eða er bændur flytja heim mikinn afla til notkunar um sláttinn
t. d., er það mesta þjóðráð að reykja eitthvað af fiskinum.
Hann er lagður í saltpækil 1—2 daga eftir stærð (ekki flattur),
settur svo í reyk (eldhús) nokkra daga. Stórir fiskar mega hanga
nokkrar vikur. Ýsa er bezt allra fiska til reykingar.
Fiskinn má geyma vikum og jalnvel máhuðum saman á þurrum
stað.
Gulrætur, sem spretta vel hjer á landi og ættu að verða mikið
ræktaðar, eru allra matjurta bestar með reyktum fiski.
Þjeringar.
Við skulum ekki vera að þjerast lengur.
Það er útlent apaspil,
sem aldrei þurfti að verða til.
Þ. li.