Hlín - 01.01.1920, Page 49

Hlín - 01.01.1920, Page 49
Hlín 49 kent söng eða ekki. Enginn má taka orð mín svo, að jeg ætlist til þess, að góðum kennara sje vísað á bug vegna þess eins, að hann geti ekki kent neitt í söng. Síður en svo. Jeg sje samt ráð til þess að koma söngnum inn í þá barnaskóla, sem svo er háttáð unt, að kennarinn getur alls ekki kent sönginn. Það eru víðast hvar bæði kirkju- organistar og aðrir organistar í sveitum, sem ættu ekki að gjöra sig kostbæra, ef þeir annars unna sönglistinni, sem jeg skil ekki annað en liestir gjöri, sem á annað borð stunda hana nokkuð að mun, og ættu kennarar eða fræðslunefndir að snúa sjer til þeirra. Það yrði vafalaust til mikillar blessunar, ef söngurinn kæmist inn í hvern barnaskóla landsins og um leið inn á hvert einasta heimili. Það mundi auka fjelagslyndi í skólunum og það verða fátíðara að barnaeigendur fái undariþágu frá' skólagöngu barna sinna, börnunum oft til ógagns og barnaeigendum til óþarflegs kostnaðarauka, þar sent kenslan í skólanum annars er nokkurn veginn í lagi. Ekki er hætt við, að börnin og unglingarnir tækju ekki fegins hendi við tækifærinu til að læra eitthvað til söngs. Það væri óefað hollara fyrir líkama og sál æsku- lýðsins að fá tækifæri til að styrkja lungun með því að syngja, heldur en verja tómstundum sínum í dans og rómanalestur, stundum miður hollra rómana, sem nóg er nú til af á bókamarkaðinum. Það væri munur fyrir börnin að fá að syngja það, sem hægt væri af skólaljóð- unum sínum. Tornæmum börnum ætti alls ekki að þröngva til að læra önnur kvæði en þau, sem þau geta sungið. Ef óspektir koma upp í skólanum, er ekkert ráð betra en að jafna alt með söng. Það verður að undirbúa svo nemendur kennaraskólans, að þeir geti með tímanum helst allir leiðbeint í söng. Enginn veit, hve mjög sú skoðun hefur staðið söngnám i og söngnurn yfirleitt fyrir þrifum, að það geti ekki nema einstaka manneskja lært söng. Söngfræðingum ber saman i

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.