Hlín - 01.01.1938, Page 10
8
Hlín
stærsta hindrunin á vegi náms- og siðgæðisþroska
barnsins. Beindi hún þeirri spurningu til mæðranna,
hvort heimilin legðu ekki of litla rækt við þessa eig-
inleika. — Kvaðst hún álíta, að því miður væri þau
heimili færri, sem skildu fyllilega sitt mikilvæga upp-
eldishlutverk, nje væru að öllu leyti fær um að veita
hið þroskavænlegasta og besta uppeldi fyrir barnið.
Væri tvent því til fyrirstöðu: Vanþekking og erfið lífs-
kjör. — Áleit hún að nokkuð mætti laga í þessu efni,
ef skóli og heimili tæku höndum saman um barnaupp-
eldið með gagnkvæmum skilningi. Sagði hún sjerstak-
lega nauðsynlegt að foreldrum yrði ljóst, að uppeldi
barnanna byrjaði strax í vöggunni, því að reynsla upp-
eldisfræðinga teldi fullsannað, að skapgerð barnsins
væri að mestu mótuð um sjö ára aldur. Þessvegna
varðaði mestu fyrir skólalærdóm og alla framtíð barns-
ins, að hið fyrsta uppeldi hefði vel tekist. — Benti hún
á nokkrar góðar bækur um uppeldi og hvatti konurnar
til að lesa þær og láta lestrarfjelög sveitanna útvega
þær, ef ekki væri hægt á annan hátt. — Að lokum taldi
hún rjett og nauðsynlegt að Húsmæðra- og Kvenna-
skólar tækju uppeldismál og meðferð ungbarna inn á
starfsskrá sína í mikið stærri stíl en áður.
Urðu fjörugar og miklar umræður um erindið.
Komu fram eftirfarandi tillögur frá uppeldismála-
nefnd:
1. „Aðalfundur S. N. K. lítur svo á, að brýn nauð-
syn sje á aukinni samvinnu heimila og skóla og skorar
á kvenfjelög landsins að stuðla að henni eftir fremsta
megni.
2. Aðalfundur S. N. K. skorar á skólaráð húsmæðra-
skólanna og yfirstjórn fræðslumálanna að taka nú þeg-
ar hagnýta fræðslu um uppeldismál og meðferð ung-
barna inn í húsmæðra- og kvennaskóla landsins“.