Hlín - 01.01.1938, Síða 25
Hlín
23
fyrir brjósti brenna. — Hin geysilegu landflæmi, sem
eru herjuð af þurkunum, þarf að gera að arðberandi
landi að nýju, þó það kosti það að breyta verði um
ræktunaraðferðir. Það er viðurkent, að ofmikið hafi
verið að því gert að plægja upp grassljetturnar miklu
og gera alt að ökrum, nú verði að binda gróðurmold-
ina á ný, sem feykst hefur burt á stórum svæðum, með
gras- eða skógargróðri. — Ameríska moldin er ótrúlega
frjósöm, það var freistandi fyrir frumbyggjann, alls-
lausan, að knýja hina ríku náttúru til að gefa sem mest
af sjer. — Jeg sá akurteig, sem hafði gefið ágæta
hveitiuppskeru í 19 ár, án þess að á hann væri borið.
Það sem jeg hygg, að íslendingum að heiman hafi
brugðið einna mest við, er vestur kom, var það hve
hægt var um vik að fá efnivið í húsin og svo til elds-
neytis. — Hver spýta heima var mikils virði og oft
ófáanleg á þeim árum. — Það fyrirbrigði kom í ljós er
vestur kom, að skógurinn var, ef svo mætti að orði
kveða, óvinur frumbyggjans, allsstaðar í vegi, þegar
átti að fara að rækta. — Enda fjekk blessaður skógur-
inn að kenna á því, hann hefur átt í vök að verjast,
skógareldar hafa geysað og skógurinn hefur verið tak-
markalaust höggvinn, en ekki endurnýjaður að sama
skapi. — Aðaleldsneytið er enn í dag skógviður hjá öll-
um almenningi, þar sem ekki næst í rafmagn.
Það situr nú illa á þeim, sem koma norðan úr hafs-
auga að fara að setja út á gerðir stórþjóða, en trúað
gæti jeg því,' að það hafi verið stórum misráðið að
eyða skógunum, svo sem raun ber vitni, og að þurk-
arnir stafi að einhverju leyti af því. — Það er óhætt
um það, að stór landflæmi eru mjög fátæk af skógi. —
En það er eitt af viðreisnartillögum Roosevelts forseta
að planta skógarbeltum til og frá um hið víðlenda ríki.
— Og víða í Canada er nú hin mesta stund lögð á um-