Hlín - 01.01.1938, Síða 27
Hlín
25
og blómagörðum með bekkjum og borðum, þar sem
menn geta notið hvíldar og hressingar. — Til hægðar-
auka eru þar víða reist eldhús, þar sem vatn og viður
er til taks, ef menn vilja matbúa eða fá sjer kaffisopa.
Gisti- og greiðahús eru að sjálfsögðu fram með öllum
brautum. (Grikkir stjórna víða hinum stærri veitinga-
stöðum, en Kínverjar þeim smærri).*
Þar sem margra manna er von, hafa á seinni árum
mjög víða verið byggður fjöldi smáhúsa (Camps), sem
rúma aðeins eina fjölskyldu eða fólk úr einum bíl. —
Þarna geta menn búið lengur eða skemur eftir vild.
Þar eru nauðsynlegustu húsmunir, vatn, eldiviður og
eldfæri. Nokkrir landar hafa komið upp þannig löguðu
húsahverfi og leigja út. — Þessi smáhús eru mjög
eftirsótt, þykjast menn þarna frjálsari og óháðari en í
veitingahúsum. — Ef um gistingu einnar nætur er að
ræða, er verðið einn dalur (4,50) fyrir manninn.
Á seinni árum er að ryðja sjer til rúms ný tegund
ferðatækja í Vesturheimi, hinn svokallaði „Trailer“ (lík-
lega hefir hann enn ekki hlotið íslenskt nafn). Ferða-
tækið er vagn, á stærð við meðal kassabíl, sem krækt
er aftan í algengan bíl, er sá vagn útbúinn sem svefn-
og setustofa og eldhús. — Þessum litlu húsum fjölgar
árlega, einkum í Bandaríkjunum. Þegar menn vilja
halda kyrru fyrir, er þeim krækt frá og komið fyrir í
útjöðrum bæjanna, þar sem hægt er að komast í sam-
band við vatn og rafurmagn, því ærið erfiðlega gengur
að koma öllum bílunum ifyrir á götum bæjanna hvað
þá þessum viðbótar tækjum. — Sumir búa í þessum
litlu húsum árið um kring, grafa hjólin niður og moka
* 1 einum listigarði Winnipegborgar, listigarðinum við þinghúsið,
er myndastytta af Jóni Sigurðssyni, samskonar og sú sem er
hjer á Austurvelli. — Að hafa komið þessari ágætu mynd á svo
virðulegan stað, er fagur ávöxtur af samvinnu landanna beggjá
vegna hafsins,