Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 31
Hlín
29
bæjunum er rafmagnið góður hjálpari, en þar sem því
er ekki til að dreifa, kemur viðurinn til sögunnar, eld-
fimur og hitamikill. Margt af matarefnum er þannig
útbúið frá verslununum, að ekki þarf annað en stinga
því í pottinn eða á pönnuna. — Algengasta kjöt, sem
notað er, er hænsnakjöt og kalkúnur. — Fiskur fæst
góður úr hinum fiskisælu vötnum og matjurtir, ávextir
og ber er allsstaðar að fá tfyrir lítið verð, enda er það
mikið notað. Eitt helsta haustverk kvennanna er að
leggja þennan jarðargróða niður í glös og geyma til
vetrarins. — Þeim þótti gaman að sýna vetrarforða
sinn í kjöllurunum, skiftu glösin þar víða hundruðinn.
— Flýtir það ekki lítið fyrir að hafa þetta að grípa til
alla tíma árs. — Allsstaðar er borið vatn með mat,
annað sjer maður ekki drukkið með mat alment vestra.
Vatn, brauð og smjör og kartöflur má ekki vanta á
neitt borð þar í landi. Rjómi í kaffi og það góður rjómi,
og smjör til viðbitis, ekki smjörlíki, það forðast menn
sem heitan eldinn. —
Matarefni flest voru með svipuðu verði víðast vestra
og hjer heima (að undanskildum ávöxtum og grænmeti,
sem var mikið ódýrara), en klæðnaður og húsbúnaður
er mun ódýrari en við eigum að venjast hjer.
Það er tvent í fari íslendinga vestra, sem mjer líkaði
sjerlega vel, þó sumir telji það e. t. v. lítils verð atriði.
Það að allir þúast, háir og lágir, kunnugir og ókunnug-
ir. Og svo hitt, að blótsyrði heyrast þar ekki. — Þetta
tvent fer ágætlega saman við alúðlegt og frjálslegt við-
mót þeirra við alla jafnt og við prúðmensku þeirra í
allri framkomu.
Fjelagslíf er, eins og nærri má geta all-margbrotið
meðal landa vestra. — Það sem einna fyrst vekur eft-
irtekt manns í því efni er hið víðtæka og fjölbreytta