Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 32
kirkjulega fjelagsstarf, bæSi meðal karla og kvenna, í
bæjum og sveitum. íslenska safnaðarstarfsemin hefur
áreiðanlega haft meiri og margvíslegri áhrif á viðhald
tungunnar og þjóðernisins en nokkuð annað og haldið
við kynningu og samvinnu íslendinga vestra.
Kirkjan er óháð ríkinu og hefur þaðan engan styrk,
og eiga allar kirkjudeildir Ameríku sammerkt 1 því
efni, svo að safnaðarfólkið verður sjálft að standa
straum af öllu þvílíku ef það vill viðhalda kirkju og
kristindómi, enda er þar víða unnið vel og dyggilega
að kirkjumálunum. — Kirkjur íslendinga eru margar
falleg hús og vegleg og alt kapp lagt á að hafa þær
sem virðulegastar. — Prestarnir íslensku þurfa að hafa
gott vald bæði á íslensku og ensku máli.
Kristin fræði eru ekki kend í barnaskólunum, því
margar mismunandi kirkjudeildir eiga þar nemendur.
—: Hver kirkja um sig sjer því um fræðslu sinna með-
lima. Fjöldi af eldra og yngra fólki, körlum og konum,
býður sig þar fram til kenslu. Þannig byrja margir þeir
yngri sitt kirkjustarf. — í íslenskum söfnuðum hefur
kenslan í kristnum fræðum víðast farið fram á ís-
lensku alt til þessa. — Öll barnafræðsla, sem ríkið
veitir, fer að sjálfsögðu fram á enska tungu. (Margir
íslenskir foreldrar hafa kent börnum sínum að lesa
íslensku áður en þau fara í barnaskólana, það hefur
verið þeim metnaðarmál að þau lærðu móðurmálið). —
í Winnipeg hefur í mörg ár verið starfræktur laugar-
dagsskóli í íslensku, og súmar þjóðræknisdeildirnar
halda uppi kenslu í íslensku. — Jóns Bjarnasonar skóli
í Winnipeg, sem íslendingar starfrækja í fjelagi, er nú
25 ára gamall, og hefur unnið mikið að íslensku kenslu.
— Lúterska kirkjufjelagið, hefur stofnað og starfrækir
hið ágæta Elliheimili Betel á Gimli og Sambandskirkjan
er að koma sjer upp myndarlegu sumarhæli fyrir böm
í'Nýja íslandi. — Kirkjuþingin eru háð að sumrinu, til