Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 41
Hlín
39
reglu. Var sambúð þeirra stjúpmæðginanna og sam-
starf hið besta, er hugsast gat. Hún var manni sínum
og stjúpsyni mjög samhent um það að gera Stafafell
að fyrirmyndarheimili í öllu, bæði úti og inni.
Framfaramálum sveitarinnar veitti frú Guðlaug jafn-
an góðan stuðning. Hún var ein af stofnendum fyrsta
kvenfjelags sveitarinnar, og þó hún væri þá orðin öldr-
uð ekkja og lítt starfhæf sökum heilsulasleika, fylgdist
hún þó vel með störfum og framkvæmdum fjelagsins
og sendi því 100 kr. gjöf, er hún flutti alfarin úr sveit-
inni.
Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en þau ólu upp
3 fósturbörn: Margrjeti Halldórsdóttur Guttormssonar
frá Arnheiðarstöðum, sem er gift Þorleifi Eyjólfssyni,
húsameistara í Reykjavík, Margrjeti Þorsteinsdóttur
frá Hrappsgerði, sem er gift Geir Sigurðssyni bónda á
Reyðará í Lóni og Vignir Andrjesson, leikfimiskennara
í Reykjavík. — Þessum börnum reyndist Guðlaug um-
hyggjusöm móðir. Fleiri börn og unglingar ólust upp
á Stafafelli, að meira eða minna leyti, og mönnuðust
vel, enda var heimilið andlegur og verklegur skóli. —
Gestrisni var annáluð á Stafafelli og oft var þar gest-
kvæmt, bæði af innlendum og útlendum ferðamönnum.
Vorið 1917 giftist Sigurður stjúpsonur Guðlaugar
frændkonu sinni, Ragnhildi Guðmundsdóttur frá Lund-
um í Borgarfirði. Hætti þá Guðlaug búsýslu.
Vorið 1920 fór frú Guðlaug með manni sínum til
Reykjavíkur til lækninga. Varð hann að leggjast þar á
sjúkrahús og andaðist þar 23. júlí s. á.
Síra Jón var svo lánsamur að geta sagt hið áama um
seinni konuna sem hina fyrri, að hún hefði verið sól á
æfibraut hans. Hún annaðist hann í banalegunni með
allri þeirri alúð og umhyggju, sem kærleiksríkt konu-
hjarta ræður yfir.
Eftir lát manns síns dvaldi Guðlaug á Stafafelli,