Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 55
Hlín
53
birti ætíð yfir, er Sigurfljóð var komin, því henni
fylgdi ætíð alt það, sem góð ljósmóðir þarf að hafa:
Kjarkurinn og áræðið, blíðlyndið og bjartsýnin, nær-
gætnin, þolgæðið, samúðin og handlægnin. — Um laun-
in er það eitt að segja, að þau munu alloft hafa verið
aðallega sigurgleðin, þegar alt var um garð gengið, en
þau launin munu líka hafa reynst Sigurfljóð drjúg, og
enst sem undirbúningur til næstu ferðar. — Jeg hygg,
að hana hafi aldrei brostið þrek eða kjark í þessum
ferðum, og oft mun hún hafa þurft að miðla öðrum af
því, ekki síður innanbæjar, þegar mest reið á, heldur
en til fylgdarmannanna út í ófærð og stórhríðum. —
Jeg set hjer sem sýnishorn brot úr einni slíkri ferða-
sögu, eins og Sigurfljóð sagði mjer hana sjálf.
Það var á öndverðu vori 1879 að til hennar komu
sendimenn prestsins í Grímsey, hins alkunna fræði-
manns, síra Pjeturs Hallgrímssonar, með þá orðsend-
ingu, að hann bæði hana að koma til eyjarinnar til að
sitja yfir konu hans. — Sigurfljóð bjóst til ferðar í
snatri og var lagt af stað gangandi til Grenivíkur. Þar
áttu Grímseyingarnir bát sinn. Var auðvitað ekki um
annan farkost að ræða en opinn róðrarbát. Var nú
ráið í logni út með Látraströnd og austur að Þöngla-
bakka og komið þar um háttatíma. Veður hjelst stilt,
en svo var mikill hafís á sundinu, að hvergi sá í auð-
an sjó af láglendi. — Formaðurinn gekk nú upp á Þor-
geirshöfða, og er hann kom aftur mælti hann: „Við
verðum að leggja á Sundið í Guðs nafni“. — Þegar um
vika sjávar var til eyjarinnar, var ísinn svo þjettur, að
oft varð að setja bátinn upp á hann og draga hann yfir
spengurnar. — Var þá frostið svo mikið, að hver dropi,
sem inn í bátinn ýrðist, varð um leið að svelli. — Loks
náðu þau Grímsey án þess nokkurt óhapp vildi til.
Voru þá sjómennirnir svo þrekaðir, að þeir lögðust all-
ir rúmfastir og lágu flestir nær viku. — En svo stóð á