Hlín - 01.01.1938, Síða 59
Hlín
57
góðs af þeim eða ills, eitt geta allir verið sammála um,
sem sje, að það er erfitt fyrir alla að átta sig á hlut-
imum í þessari hörðu straumiðu nútímans, erfitt að
greina aðalatriði frá aukaatriðum, sannleik frá lýgi,
kjarnann frá hýðinu. Auðvitað er þetta aðalvandi allra
tíma. — Öll svokölluð vandamál liggja í greiningu
þessa: í réttu mati á hlutunum. En á vorum tímum má
svo að orði kveða, að öllu hafi verið snúið við og bylt
til. Það byrjar með ógurlegu niðurrifi á sviðum þjóð-
mála og trúar, eða ríkis og kirkju, og færist út frá því
yfir á flest svið mannlegra athafna og hyggju.
Heimilið hefur ekki farið varhluta af þessu endur-
mati. Jeg held að ekki sje ofmælt, að upplausn heimil-
anna sje liður í sumum þjóðfjelagsmálastefnum vorra
tíma. — Þetta er eðlilegt, vegna þess, að heimilið er
meira eða minna sjálfstæð heild, ríki í ríkinu, eins og
það hefir stundum verið kallað. En þar sem ríkisheild-
in er sterkust og allt er við hana miðað, er ekki nema
eðlilegt «ð litið sje hornauga til hverskonar stofnana
eða fjelagsskapar, sem hefur önnur markmið. Ríkið
virðist sumstaðar orðið að einskonar átrúnaðargoði. —
Stofnun eins og heimilið hlýtur næstum að rísa á móti
slíkum átrúnaði, af þeirri einföldu ástæðu, að þar ráða
önnur lög. — Þó eru til einvaldsríki, sem hlúa að heim-
ilunum, ekki vegna þeirra sjálfra, ef til vill, en þau
hafa skilið hin sterku áhrif heimilisins á þjóðarupp-
eldið og fengið það til að upptaka ríkisdýrkunina og
fjelagshyggjuna í starf sitt og skrá það á merki sitt. —
Markmið beggja þessara stefna er eitt og hið sama:
Að ala upp ríkisborgara, þegna, einhverra ákveðinna
þjóðfjelaga. — Annar hópurinn lítur svo á, að heimilið
standi í vegi fyrir því að þessu takmarki uppeldisins
verði náð, en hinn hefur breitt verndarvæng sinn yfir
heimilið og notar það í þjónustu sína og starf til að ná
markinu, — Sjónarmiðið er eitt og hið sama, nfl. ma-