Hlín - 01.01.1938, Síða 61
Hlín
59
þeir sem hjeldu, að með kosningarrjettinum og kjör-
gengi kvenna og rjetti til sjálfstæðrar atvinnu rynni
upp eitthvert friðar- og fagnaðartímabil í sögu mann-
anna, hafa nú sjálfsagt fengið sannanir fyrir að svo
varð ekki. — En það væri náttúrlega jafnheimskulegt
að kenna hinum frjálsu konum nútíðarinnar að öllu
leyti um óöld þá, sem fer yfir heiminn.
Hitt vildi jeg segja við ykkur, ungu stúlkur, sem
nú eruð að fara hjeðan: Það er sannfæring mín, að
enginn maður finnur fullnægju sína sem ríkisborgari
eða atvinnurekandi — en þó allra síst konan. — Sína
instu, helgustu köllun sem kona, uppfyllir hún ekki
úti í þjóðfjelaginu heldur á heimilinu sem móðir og
eiginkona. — Jeg held, að eitt mein vorra tíma liggi í
því, að konur vanrækja þessa köllun og hafa hana
ekki nógsamlega í heiðri, líta ekki á hana heldur sem
þjóðfjelagslega skyldu, en kasta henni oft frá sjer fyrir
falskar frelsiskröfur og annað fánýti. — Ofmargar kon-
ur hafa lært að líta á móðurstarfið sem skyldu, hjóna-
bandið sem þrælkun og heimilið sem þröngan hring.
En mig langar til að snúa þessu við og segja: Alt þetta
eru einkarjettindi ykkar, sem þið eigið að vernda, vaka
yfir og verja til hinstu stundar. — Og það er af því, að
þið eruð hvergi í fullu samræmi við það besta í sjálf-
um ykkur nema þarna.
Hver kona er til þess borin að unna einhverjum og
annast einhvern, fyrst og fremst til þess, og jeg held
helst í þröngum hring. Gildi kvenlegrar hyggju liggur
ekki í háfleygi eða víðfeðmi heldur í dýpt og innileik.
Sanni nær hygg jeg væri að segja, að óspiltar konur
kæri sig ekkert um víða veröldina, og að þær kysu
helst að búa með manninum sem þær unna, á einhverri
eyðiey. — Konurnar vilja inn í hinn þrönga hring, því
annarsstaðar finna þær ekki sjálfa sig, og þangað
sækja þær sína víðátt og sína fyllingu. — Menn eru