Hlín


Hlín - 01.01.1938, Page 65

Hlín - 01.01.1938, Page 65
jörðu, það ér heimili ykkar. — Og orsökin er sú, að það er staðurinn þar sem einhverjum þótti vænt um ykkur, því við það fær maðurinn sitt rjetta verð og sitt sanna jafnrjetti. Slíkur staður er heimilið. Það er dýrmætasti staðurinn á jarðríki af því það er eini staðurinn, sem veitir hin sönnu vaxtarskilyrði. — Heimilið er ekki tak- mark að vísu, heldur nauðsynlegt vaxtarskilyrði. — Flestir menn og konur yfirgefa æskuheimili sitt, sumir til að verða starfandi menn þjóðfjelagsins, aðrir til að setja á stofn ný heimili. En óbeint eru allir þegnar ríkisins eða þjóðfjelagsins. — En að vera ríkisborgari er heldur ekkert takmark. — Nei, það liggur ofar og hærra. — Markmið manns er að öðlast þegnrjett og þegnskap í guðsríki. Það sje fjarri mjer að halda því fram, að heimili sje guðsríki, en jeg sagði, að eini staðurinn á jörðunni, sem mennirnir öðluðust gildi sitt og jafnrjetti væru heimili þeirra, eða sá staðurinn, þar sem þeir væru elskaðir mest. Jeg veit vel, að móður- og föðurást er ófullkom- inn kærleikur, þröngur og eigingjarn og nær til altof fárra, en í honum sjáum við þó fylst endurskin guð- legrar elsku. Og fyrir hann getum við, þó á ófullkom- inn hátt sje, best skynjað og skilið andlega hluti. Sú ást opinberar okkur þetta, sem í fljótu bragði virðist dýpsti leyndardómur, hvernig stendur á, að allir eru jafnir fyrir Guðs augliti. — Hún skýrir líka, hversvegna faðirinn hjelt dýrðlega veislu, þegar týndi sonurinn kom heim. Hún gerir okkur skiljanlegt, hversvegna meiri gleði er á himnum yfir einum syndara, sem bæt- ir ráð sitt, en yfir 99 rjettlátum. Það virðist því ekki vera nein fjarstæða að ætla, að á heimilinu, við yl föður- og móðurástar, sje auðveldara að skilja þegnskap sinn í guðsríki heldur en úti í þjóð- fjelaginu, en það er sama sem að segja, að sú ást, sem við verðum aðnjótandi á heimilum okkar ætti að vaxa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.