Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 65
jörðu, það ér heimili ykkar. — Og orsökin er sú, að það
er staðurinn þar sem einhverjum þótti vænt um ykkur,
því við það fær maðurinn sitt rjetta verð og sitt sanna
jafnrjetti. Slíkur staður er heimilið. Það er dýrmætasti
staðurinn á jarðríki af því það er eini staðurinn, sem
veitir hin sönnu vaxtarskilyrði. — Heimilið er ekki tak-
mark að vísu, heldur nauðsynlegt vaxtarskilyrði. —
Flestir menn og konur yfirgefa æskuheimili sitt, sumir
til að verða starfandi menn þjóðfjelagsins, aðrir til að
setja á stofn ný heimili. En óbeint eru allir þegnar
ríkisins eða þjóðfjelagsins. — En að vera ríkisborgari
er heldur ekkert takmark. — Nei, það liggur ofar og
hærra. — Markmið manns er að öðlast þegnrjett og
þegnskap í guðsríki.
Það sje fjarri mjer að halda því fram, að heimili sje
guðsríki, en jeg sagði, að eini staðurinn á jörðunni, sem
mennirnir öðluðust gildi sitt og jafnrjetti væru heimili
þeirra, eða sá staðurinn, þar sem þeir væru elskaðir
mest. Jeg veit vel, að móður- og föðurást er ófullkom-
inn kærleikur, þröngur og eigingjarn og nær til altof
fárra, en í honum sjáum við þó fylst endurskin guð-
legrar elsku. Og fyrir hann getum við, þó á ófullkom-
inn hátt sje, best skynjað og skilið andlega hluti. Sú
ást opinberar okkur þetta, sem í fljótu bragði virðist
dýpsti leyndardómur, hvernig stendur á, að allir eru
jafnir fyrir Guðs augliti. — Hún skýrir líka, hversvegna
faðirinn hjelt dýrðlega veislu, þegar týndi sonurinn
kom heim. Hún gerir okkur skiljanlegt, hversvegna
meiri gleði er á himnum yfir einum syndara, sem bæt-
ir ráð sitt, en yfir 99 rjettlátum.
Það virðist því ekki vera nein fjarstæða að ætla, að á
heimilinu, við yl föður- og móðurástar, sje auðveldara
að skilja þegnskap sinn í guðsríki heldur en úti í þjóð-
fjelaginu, en það er sama sem að segja, að sú ást, sem
við verðum aðnjótandi á heimilum okkar ætti að vaxa