Hlín - 01.01.1938, Síða 89
Hlín
87
inu. Jeg er hræddur um að þessi lýsing verði halfgerð
ómynd hjá mjer,. en jeg skal gera hvað jeg get.
Það er fyrst á því að taka, að gera sjer sokka-
trje, sem þarf að vera úr tveggja þumlunga þykkum
planka. — Sokkatrjeð sem við notum er 15 þuml. á
hæð og 13 þuml. á lengd. Best er að nota ull, sem er
löng í sjer, togmikil ull er góð. — Við kembum -ullina
í stólkömbum, fjórtán kembur er hjer um bil mátu-
legt í hvern sokk. Þegar hjer er komið sögunni má
fara að leggja kemburnar utan um mótið. Við leggjum
þær sem jafnast, fram og aftur, bæði þvers og langs,
fram fyrir tá og a'ftur fyrir hæl og langsum á leggnum
líka, og teygjum vel úr þeim um leið. Þegar þetta er
búið, vefjum við lauslega utan um ullina með eingirni,
leggjum svo þjett utan um þunna og gisna ljereftsdulu
og saumum hana rækilega. — Þetta er gert til þess að
ullin færist ekki úr lagi, þegar farið er að þæfa. Þegar
þetta er búið, er maður tilbúinn að byrja á þófinu. —•
Maður fær sjer volgt sápuvatn í bala og lætur sokka-
trjeð þar ofan í og þæfir og nuddar, hægt og gætilega
fyrst í stað, þangað til maður sjer að sokkurinn er orð-
inn nokkuð þófinn (ekki má þæfa of lengi, því það
getur orðið ilt að ná sokknum af trjenu). — Þá er dul-
an og bandið tekið af, og sokkurinn þæfður í trogi eða
á fjöl, þangað til hann er búinn að fá þá stærð, sem
maður óskar.
Þegar sokkarnir eru orðnir þurrir, eru þeir jafnaðir
að ofan með skærum og klipt rifa ofan í þá, sem er
reimuð saman með skólissu, svo sokkurinn falli betur
að fætinum.
Þessa sokka notum við mikið í þurrakuldunum hjer
í Canada á veturna, þeir eru liðugir, heitir og fljót-
gerðir. •
íslenskur bóndi.