Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 97
Hlín
95
þá næst örlítið um heilsuverndun barnanna á 1. ári æf-
innar.
II. — Fyrst vil jeg þá nefna hið langsamlega mikil-
vægasta, sem sje að börnin sjeu höfð á brjósti.
Reynslan er sú, að brjóstbörnin standa, að öðru jöfnu,
svo miklu betur að vígi en pelabörnin, að furðu sætir.
Það er því umfram alt nauðsynlegt að læknar og ljós-
mæður beiti öllum sínum áhrifum í þá átt að fá sem
allra flestar mæður til að hafa börnin á brjósti, og það
er óhætt að segja, að mjög sjaldan eru svo mikilvæg
forföll fyrir hendi, að ekki sje hægt að gefa barninu
brjóst. í þessu sambandi má og nefna, að nauðsynlegt
er að móðirin hafi góða og holla fæðu meðan hún gef-
ur brjóst, svo að móðurmjólkin sje sem ríkust af fjör-
efnum þeim og söltum, sem ungbarninu eru svo nauð-
synleg, enda hafa sumar þjóðir tekið upp þann sið að
veita mæðrum, sem eru fátækar og hafa börn á brjósti,
ókeypis 1—2 lítra af góðri kúamjólk daglega, og má
augljóst vera að slíkar ráðstafanir eru til ómetanlegs
gagns bæði fyrir barn og móður.
Fyrir þau börn, sem eru svo ólánssöm 'að verða að
hafa pela eingöngu, verður fyrsta atriðið góð og sjer-
staklega hreinlega meðhöndluð mjólk, ásamt inngjöf
fjörefna og salta, eftir því sem með þarf í hverju ein-
stöku tilfelli.
Alt hreinlæti er framúrskarandi áríðandi fyrir ung-
börnin, því að þau eru svo næm og mótstöðulítil fyrir
allskonar sóttkveikju-sjúkdómum, að það sem ekkert
mein gerir fullorðnum, verður hæglega ungbarninu að
bana. Sjóðið því mjólkina í pelann í ca. 2—3 mínútur,
— sjóðið vatnið í pelann, sjóðið túttuna og pelann í
hvert skifti, sem barnið fær að drekka.
Hjer á íslandi erum við nú svo heppin að flest börn
fá brjóst um lengri eða skemri tíma. Árið 1935 hafa t. d.
95,5% fengið brjóst, 0,9% brjóst og pela og 3,6% pela