Hlín - 01.01.1938, Side 103
Hlín
101
vart við sig. — Mjólkurneytslan er 1935 V2 lítri á mann
á dag, en ætti að vera 1 ltr. Smjör, ostur, egg og lýsi er
alt of lítið notað. — Óráðlegt að byggja upp nýtt mat-
aræði eingöngu eftir erlendri fyrirmynd, happadrýgra
að byggja á fornri reynslu. — Vísindalegar rannsóknir
á gildi fæðunnar og hversu líkaminn brennir fæðunni
hefst eigi fyr en á 18. öld. — Um 1920 var svo komið,
að ýmsir hugðu að nú væri öllum matarefnarannsókn-
um lokið. En þá kom nýtt viðfangsefni. Menn sáu að
ekki nægði þótt fæðan innihjeldi uppbyggjandi efni og
orkugefandi, eitthvað vantaði. Það voru bætiefnin. Það
mál er langt frá fullrannsakað enn. Læknarnir þurfa að
fylgjast með í því sem gerist á sviði næringarrann-
sóknanna, og halda fyrirlestra við húsmæðraskólana,
til þess að kynna fólki nýjungar og leiðbeina um hverm
ig best verður náð í helstu næringarefnin. Matreiðslu-
bækurnar heimta oft meira en fólk getur náð í. Sitt á
við í hverjum stað, t. d. sjóþorpi, sveit, Reykjavík. —
Húsmæðraskólarnir verða að leiðbeina hver á sínum
stað. Sem allra flestar konur þurfa að fá fræðslu. Þýð-
ingarmikið að húsmæður geti haft á borðum góðan og
hollan mat. Nú er viðurkent, að mataræði fyrstu æfiár-
gnna sje undirstaða þess, hversu heilsufar fullorðinsár-
anna verður, og að fjöldamargir sjúkdómar eigi rót
sína að rekja til rangrar næringar. Læknarnir þurfa
því fyrst og fremst að ná til húsfreyjanna. — Húsfreyj-
an hefur margs að gæta um efni matarins, fjölbreytni,
útlit og bragð, nægileg bætiefni, eggjahvítu, kolefni og
skaplegt verð. Það er því ákaflega þýðingarmikið, að
húsfreyjur sjeu starfi sínu vaxnar. Margar eru svo vel
settar að geta bygt á gömlum venjum, er þær hafa
fengið að erfðum frá mæðrum og ömmum, en aðrar
hafa ekki við neitt að styðjast. Nauðsynlegt er að þær
geti notið fræðslu. Hjer á landi þarf að rannsaka hvern-
ig fá má ódýrasta hverja einingu af hita- og orkuefn-