Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 105
Hlín
103
mennafjelög og kvenfjelög hafa komið sjer upp fall-
egum skógarreitum og koma þar santian á fögrum sum-
ardögum sjer til skemtunar. — Kirkjugarðana er farið
að hirða betur, girða þá vel og rækta þar trje og blóm,
og hinir stærri bæir hafa kirkjugarðsvörð, sem er hin
mesta þörf.
Á seinni árum er mikið gert að því að hvetja menn
í ræðu og riti til að rækta, sjerstaklega ýmislegt til
manneldis, til hollustu og búbætis. Margt ungt fólk
lærir garðrækt, bæði utan lands og innan, bækur eru
gefnar út og Útvarpið hjálpar til. — Hefur Búnaðar-
fjelag íslands gert mikið að því að brýna þessa ræktun
fyrir mönnum. Kvenfjelögin hafa og reynst góðir liðs-
menn í þessu starfi. Garðyrkjukonur hafa farið um og
leiðbeint, bæði um ræktun og um að matbúa það sem
ræktað er. — Enda er nú svo komið, að fólkið er farið
að nota mikið kálmeti og garðávexti. — Kartöfluræktin
er jafnvel styrkt af almannafje. — Sú ræktun hefur
stórum aukist hin síðari ár, svo ísland er þar senn
sjálfbjarga. — Ber af ýmsu tæi eru ræktuð, og af vilt-
um berjum gera menn sjer einnig saft og berjamauk
og þá er ekki rabarbarinn sístur, af honum er ákaf-
lega mikið ræktað. Alt kemur okkur þetta í stað á-
vaxtanna, sem við verðum að vera án. Nokkuð hefur
verið gert að því að rækta fræ af ýmsum garðtegund-
um, einkum gulrófum.
Gróðurhús eru sett upp á mörgum stöðum við hveri
og laugar, og margt ræktað þar, sem ekki mundi þrosk-
ast að öðrum kosti hjer 1 okkar svala loftslagi, t. d.
tómatar, sem nú eru ræktaðir til og frá um alt Island.
- Einnig er hin mesta fjölbreytni af blómum, sem nú eru
orðin allveruleg verslunarvara meðal Islendinga. —
Það hefur lengi verið viðurkent, að íslenskar konur
hafi fallegri inniblóm en alment tíðkast í hinum heitari
löndum. Hafa þær fengið verðugt hrós margra aðkomu-