Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 108
106
Hlín
gengst barn, hefur áhrif á það, ill eða góð eftir ástæð-
um. — Skólamir þurfa að leggja nemendum sínum lið
í þessu efni.
Almenn uppeldisfrœðsla. Fyrir nokkrum árum var
talsvert um það talað, að nauðsyn bæri til að senda
uppeldisfróða menn (kennara) út um landið (sinn í
hvern landsfjórðung), og væru þeir einskonar eftirlits-
menn um kensluna og fræðsluástandið, aðstoðarmenn
kennaranna og ráðunautar heimilanna. — Á nauðsyn
þessa máls hefur verið bent hvað eftir annað, en þar
við situr. — Ef í þetta starf veldust góðir og áhuga-
samir menn (karlar eða konur), gætu þeir unnið
fræðslu- og uppeldismálum þjóðarinnar stórmikið gagn.
Nú er mikið talað um það, hve foreldrarnir hugsi lít-
ið um fræðslu barna sinna, og varpi allri sinni áhyggju
upp á skólana. — Foreldrar þykjast aftur á móti ekki
kunna að kenna börnunum og ekki hafa tíma til þess.
— Umferðarráðunautur sá, sem fyr um getur, þarf að
vekja ábyrgðartilfinningu foreldranna fyrir þessu upp-
eldisfræðslustarfi, því ómögulega má íslensk heimilis-
fræðsla, sem svo mjög er rómuð um öll lönd, falla nið-
ur. Nei, þvert á móti þarf hún að eflast og aukast á
allar lundir.
Það hefur margsinnis sýnt sig, að fólkið vill hlusta
á uppeldisfræðslu. — Þegar kostur er á að velja um
fyrirlestra um ýms efni, þá vilja konurnar, a. m. k. fá
einhvern sem talar um uppeldismál öðru fremur. —
Bækur um þau efni seljast vel, og á útvarpserindi um
uppeldi er hlustað vel, það er mjer kunnugt um.
Ef þessir fjórðungs kensluráðunautar fást og verða
vel valdir, yrðu þeir bæði heimilunum og hinum ein-
angruðu kennurum hinn þarfasti leiðbeinandi og að-
stoðarmaður. Kennurunum er sannarlega þörf á sam-
úð, styrk og fræðslu víða hvar. — Fyrir foreldrana
þarf að hafa námsskeið, bæði í almennri uppeldis-