Hlín - 01.01.1938, Side 116
Í14 ' Hlín
þeir eru settir upp sjerstakir og tengdir við rafalinn
með reim. Kafmagnið, sem myndast, þegar vindurinn
snýr vængjunum og knýr rafalinn, er leitt eftir viðeig-
andi leiðslu (Paralelt) til eins, tveggja eða þriggja
bifreiða-rafgeyma, er settir eru upp jafnhliða. (Allir
jákvæðu (pósitivu) pólarnir eru tengdir saman, og all-
ir hinir neikvæðu (negativu) saman). — Er rafstraum-
urinn 6—8 volt upp í 20—25 amp. og út er 6 volta jafn-
straumur.
Rafleiðslur eru lagðar um húsið á venjulegan hátt,
nema gildari vír þarf að nota, svo að mótstaðan verði
sem minst. Hægt er að nota lampa úr framljóskerum
bifreiða, en betra er að nota 6 volta, matta lampa og
venjuleg lampastæði.
Þessi rafstöð framleiðir straum handa fjórum 25
kerta lömpum, fimm stundir á kvöldi, ef vindur blæs
þrjá daga vikunnar með 16 km. hraða minst á klt. —
Jeg hefi notað 6 volta rafstöð til að lýsa hús mitt nú í
fimm-sex ár, og finn að það er fullnægjandi. Jeg hleð
einnig rafgeyma fyrir útvarpstæki.
Þótt enga rafmagnsreikninga þurfi að greiða við
mánaðarlokin, þá verða menn þó að leggja fram ofur-
lítinn tíma við það að bera olíu á rafalinn og þar sem
við á á vængina. — Hlaðarann verður að setja af stað
og stöðva eftir vindinum og straumnum, sem notaður
er. — Útgjöldin eru sáralítil, ef vel er litið eftir vjel-
inni.
Jeg hef hjer á mínu heimili aðra stöð með sama út-
búnaði, sem dælir vatn upp úr djúpum brunni til not-
kunar í íbúðarhúsi mínu og í gripahúsunum.
Varúðarreglur: Látið ekki vængina snúast með full-
um hraða, sje vindurinn mikill, það getur eyðilagt raf-
alinn.
Komið ekki of nálægt vængjunum, þegar þeir eru
að snúast.