Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 126
124
Hlín
Einnig voru haldnar heimilisiðnaðarsýningar í 4 ár
samfleytt. — Árið 1926 var sótt um styrk til Alþingis
með það fyrir augum, að hafa hjálparkonu fyrir þorp-
ið, og hefur fjelagið fengið 300 kr. styrk síðan á hverju
ári. Var stofnaður með því sjúkrasjóður og hefur hon-
um eingöngu verið varið til hjálpar sjúkum á ýmsan
hátt. í 7 ár hafði fjelagið hjálparstúlku, eitt árið tók
hreppurinn þátt í að borga henni, annars hefur fjelagið
einsamalt staðið straum af því. — Árið 1936 ljet fjelag-
ið prenta minningarspjöld til ágóða fyrir sjúkrasjóðinn
og er því haldið áfram. — Vegna þess, hve erfitt reynd-
ist að fá hjálparstúlku, þá lagðist sú sarfsemi niður, en
undanfarin 3 ár hefur fjelagið gengist fyrir því, að
fá læknirinn í Ólafsvík til að koma út á Sand tvisvar í
mánuði, vissan dag, og taka á móti sjúklingum, lánar
þá fjelagið stofu með ljósi og hita, ásamt ræstingu og
fleiru smávegis þægindum og borgar einnig fylgdar-
manni á þessum ferðum, þegar þess þarf með — Tölu-
vert hefur verið um peningagjafir til fátækra í ýmsum
veikindatilfellum. — Á áramótum 1936 var búið að
veita úr sjúkrasjóði fjelagsins 3.909 kr. fyrir hjúkrun-
arkonu, læknir og í gjafir. — Árið 1933 byrjaði fjelagið
að beita sjer fyrir garðræktarmálum og fjekk þá garð-
yrkjukonu, sem starfaði hjer og í nærliggjandi sveit-
um í 2 sumur. Hún bjó til vermireit fyrir fjelagið. í
honum eru ræktaðar kálplöntur, sem fjelagskonur
skifta á milli sín. — Fyrir rúmu ári síðan tók fjelagið
útmælingu, sem nú hefur verið girt, og eru þar rækt-
aðar kartöflur þetta ár, en á að verða skrúðgarður með
tímanum. Sjerstök garðyrkjunefnd er starfandi innan
fjelagsins og vinnur að þeim málum. — Virðist áhugi
fólks fara vaxandi í þeim efnum. Sama ár var kosið í
sjerstaka heimilisiðnaðarnefnd innan fjelagsins, hún
hefur unnið að því, að kaupa spunavjel, og er nú svo
langt komið, að spunavjel er komin á Sand, hún er