Hlín - 01.01.1938, Side 130
128
mín
þangað kom. Jeg sá liann hafði slegið dálítinn blett. Orfið lá upp
við stóra þúfu og brýnið hjá, en föður minn sá jeg hvergi. —■
Jeg hleyp upp á Hjalla til móður minnar og tjái henni vandræðin.
— Hún vissi ekkert um föður minn frá því hann fór að slættin-
um. Við hlupum aftur þangað, og sáum alt með sömu ummerkj-
um. — Móðir mín horfði til himins og tók nú þá rósemi, sem
henni var lagin, þegar vandi var á ferðum. — Við lögðum á stað
heimleiðis og hröðuðum okkur, svo sem við máttum. Hestarnir
voru horfnir aftur að Nesinu. Heiman við Stóragil hittum við þá.
Var annar búinn að velta þar af sjer böggunum. — Heim að líta
sáum við engin lífsmörk, hjeldum þó áfram, allsláus. Eina hugs-
unin mun hafa verið: Hvar eru börnin?
Faðir minn hafði sjeð, þegar hestarnir komu aftur á Nesið með
böggunum. En eigi gat hann greint, hvort jeg var með eða ekki.
Hann leggur þegar frá sjer orfið og hleypur af stað, beint til hest-
anna. Fórum við því báðir sömu leið, en höfum einhvernvegðnn
farist hjá, ákafinn var svo niikill, að hvorugum tók eftir hinum.
— Hann kemur til hestanna, sjer mig hvergi. — Hann kennir
brátt Gráa-bola heima á túninu, býst jafnvel við að ganga fram
á mig ósjálfbjarga eftir hann — því fremur sem nær kom bæn-
um. — Og hvað ieið hinum börnunum? — Nú var faðjr minn
allslaus til varnar, teymir því með sjer hestana í bráðina heim
fyrir Stóragilið. Gatan í því var ill og þurfti árlega aðgerðar,
áður en farið var að flytja heybandið. Svo hafði það verið nú,
og stóð síðan í þúfu á gilbarminum járnkarl með hnefa-hnarli á
efri enda, en kantaður hið neðra — gamall og góður íslendingur
að smíð. Þessa kesju greip nú faðir minn í hönd og hljóp frá
hestunum.
Þegar heim kom var boli hálíur inni í fjóshlöðudyrunum að fá
sjer töðuhnoðra. Hann verður var við aðkomanda og snarast út,
ræðst þegar á móti, Ieggur höfuð undir sig með dimmri rödd.
Faðir minn var vel að afli og snar. Snýr hann þegar við járninu,
festir hendur á köntunum, en slær með hnarlinum á vanga bola.
Hrökklast hann dálítið á hlið, ætlar þó að renna á aftur, en þeg-
ar hann sjer að annað höggið er þegar tilreitt, þá leggur hann
á flótta. Var honum brátt fylgt úr garði. Vildi faðir minn rjett
snöggvast líta fyrst í bæinn. Sjer hann að í bæjardyrunum eru
diskar með matarleifum.
Nú segir frá börnunum, sem heima voru. Þau áttu að hafa gæt-
ur á því, þegar jeg kæmi með hestana, og helst að vera komin út
að fjárhúsi til þess að taka ofan með mjer baggana. Nú var mat-
málstími, eins og áður var getið. Fóru þau þvi' með diska sína og