Hlín - 01.01.1938, Síða 131
Hlln
Í29
Unga barnið fram í bæjardyr og snæddu þar, til þess að sjá til, ef
jeg kæmi á meðan. — Þegar þau eru langt komin að borða, heyra
þau baulað úti. Systir mín biður bróður okkar að fara út og reka
kýrnar, þær niuni vera komnar heim. Drengur færist heldur und-
an, segir sjer heyrist þetta ekki vera hún Surtla, sem sje að baula,
en hún var vöij að hafa forustu og kynna komu þeirra. — Slær
þá ótta að systur okkar, og leggur hún til, að þau fari inn í bað-
stofu. Sjá þau þar út um glugga, hver gesturinn er. — Oekk hann
líka brátt í bæinn. — En svo var háttað húsum, að göng nokkur
voru inn úr bæjardyrunum. Við enda þeirra var hár stigi upp í
baðstofuna, því að fjós var undir gólfi.
Kemur þá boli inn að stiganum og blæs mikið. Lengra komst
hann ekki og varð að snúa út aftur eftir stund. — Börnin höfðu
nú valið sjer stað uppi í rúmshorni í skugga, þar sátu þau rót-
laus — systir mín með unga barnið í fanginu. — Svo leið tím-
inn, liklega um 2 klukkustundir, að þau heyrðu ekkert annað en
við og við gaul bola og hlaup hans. — Loksins heyrðu þau rödd
föður okkar neðan við stigann: »Er nokkur inni?« — »Já, við«,
var svarað. — »Hvað mörg?« -— »Þrjú«. — »Vitið þið nokkuð
um Tryggva?« — »Nei«. — »Þið skuluð vera róleg þangað til
jeg kem aftur. Það verður rjett strax«. — Svo fór hann út aftur
að reka bola alveg burtu, eins og áður var getið.
En þegar hann kom aftur frá því, þá stóð það rjett á, að hann
mætti okkur móður minni í hlaðvarpanum, er við komum ofan af
Hjallanum. — Var nú gengið í bæinn og börnin komu úr fylgsni
sínu. — Qeta má nærri, að- hjer varð nú feginsfundur og Guðii
þakkað í hljóði fyrir lausnina. — Helg alvara minti á hvernlg
þessi veiki þráður varðveittist af ósýnilegri hendi, þegar drottinn
ætlar dagana fleiri.
En brosað gátum við börnin að því, að þegar alt var nú af-
staðið, fann systir mín fisktuggu í munni sjer, sem hún hafði ver-
ið komin að því að kingja, þegar óttinn skall á, en þá gleymdist.
E Sitt af hverju.
Frjettir frá Eufirska kvennasambandinu.
Hjeraðssamband eyfirskra kvenna var stofnað á fundi, sem
haldinn var í þinghúsi Hrafnagilshrepps, 27. maí 1934.
Sambandið myndaðist af 4 kvenfjelögum innan Akureyrar. —
Á síðastliðnum vetri gekk kvenfjelagið »Æskan« í Ólafsfirði í
9