Hlín - 01.01.1938, Side 133
Hlín
131
*
var ekki fjelagskona. — Fyrri veturinn voru stúlkurnar 9. — Þær
tóuðu, kembdu, spunnu, prjónuðu. — Síðari veturinn voru stúlk-
urnar 10, þá var líka tóað og kembt, en rneira spunnið úr lopa
(tveim saman og einþætt), líka tvinnað, prjónað garðaprjón,
sljett prjón og útprjón. —■ Unnið var í mánuð, 2 tíma á dag, 5
daga í viku. — Stúlkurnar þrifu til hjá sjer,- 2 og 2 í hvert skifti
og borguðu eldivið til hitunar, sem varð 35 aurar hjá hverri. —
Tímarnir urðu oft 3 á dag. — Stúlkunum fanst timinn fljótur að
líða. — Sönn ánægja var að horfa á gleði þeirra og kapp. —
Hvert þetta hefur orðið til nokkurs gagns veit jeg ekki, vona
það. — Ekki von á mikilli leikni á svo takmörkuðum tíma, þar
sem margir eru algerlega byrjendur. — En tilraunin var gerð í
þessu þrjú skifti og sýndi að æskan gleðst við vinnuna og skap-
andi starf. S. Þ.
Saumanámsskeið á Seyðisfirði veturinn 1938. •— »Kvik« og
Kvenfjelag Seyðisfjarðar eru nú sem óðast að undirbúa saurna-
námsskeið. Höfum fengið pláss í Barnaskólahúsinu (Bæjarstjórn-
arsaliiin). — Námsskeiðið er ákveðið að standi yfir í 2 rnánuði
og 2 námsskeið á dag, 3 stundir daglega. Þau byrja 10. febr. og
standa til 10. apríl. — Nemendur eiga að greiða 10 kr. fyrir ail-
an tímann. — Við höfum orðið að vísa mörgum frá. Þessi náms-
skeið eru mjög vinsæl. G. G.
íslenskir búningar og islenskur matur hjá löndum vestan hafs.
— íslenskar konur vestra leggja sig margar eftir því að eignast
íslenska búninga til að nota við ýms tækifæri. — Margar sveitir
og bæir hafa íslendingadag að sumrinu kringum 2. ágúst, og velja
þeir þá jafnan einhverja fallega og glæsilega konu, sem er Fjall-
kona við það tækifæri, og flytur hún ávarp frá íslandi á samkom-
unni. Þessi kona er æfinlega á skautbúningi. — Við ýms tæki-
færi, t. d. íslenskar sýningar, eru konur í upphlutsbúningi eða
peysufötum.
íslenskar konur vestra búa oft til ýmislegan íslenskan mat til
að gæða sjer 'á og sínu fólki og til að selja á samkomum síniim:
Skyr, Hangikjöt, rúllupylsur, svið, slátur og kæfu. Allar þessar
matartegundir voru á borðum hjá þeim. — Þeir búa einnig til
pönnukökur, kleinur og vínartertur, sem eru í sjerstaklega rniklu
afhaldi hjá þarlendum konum, sem hafa kynst þeim.
Reykt bjúgu. — 2000 gr. kjöt, 500 gr. mör, % teskeið saltpjet-
ur, 3 matskeiðar salt. Kjötið er skafið og þvegið, síðan saxað
einu sinni í söxunarvjel, saltinu og saltpjetrinum stráð samanvið,
mörinn brytjaður smátt og blandað saman við, síðan hnoðað vel