Hlín - 01.01.1938, Síða 134
132
Hlín
saman og troðið í vel hreina langa um leið"'og þjappað er. Löng-
um þarf að stinga þá með stórri nál, svo alt loft fari úr þeim. —
Bjúgun eru látin bíða til næsta dags, stráð á þau salti, meðan
þau bíða, bundið svo vel fyrir þau, hengd upp í reykhús og reykt
í 5—8 daga við góðan reyk. — Þessi bjúgu má nota bæði soðin
og ósoðin til áskurðar ofan á brauð. Þau eru líka ágæt heit með
kartöflujafningi. Þuríður i Súðavík.
Að salta kálmeti. — Eftir því sem ræktun kálmetis eykst hjá
okkur, verður meiri og meiri þörf á að geta geymt nokkuð af
því til vetrarins. Rætur og þjett kálhöfuð er tiltölulega auðvelt
að geyma, en hvað á að gera við öll Iausu kálhöfuðin, sem ekki
fást til að »setja höfuð« og öll fersku, grænu blöðin? — Það er
bæði dýrt og. heimskulegt að Iáta þau sölna niður í görðunum,
og vita að í þeim er gnægð efna, sem mikil matarbót væri að í
vetrarharðindunum. — Þær geymsluaðferðir, sem notaðar eru
hjer, er helst þurkun og niðursuða. En einfaldasta geymsluaðferð-
in við flest kál og grænmeti er eftir minni reynslu sú, að salta
það niður líkt og fisk eða kjöt. — Þessi geymsluaðferð er tals-
vert notuð hjá nágrannaþjóðum okkar og var notuð hjer hjá okk-
ur fyr á tímum. — Þær grænmetistegundir, sem einkum eru salt-
aðar eru ertutegundir ýmiskonar, höfuðkál, blómkál, spinat, pjet-
urselja, graslaukur, kjörvel o. fl. Kálið er þvegið vel úr köldum
vötnum og saxað niður. — Það er talin hæfileg söltun að hafa j
kg. af salti móti 4—5 kg. af hreinsuðu og þvegnu grænmeti. Það
er miklu meira salt en notað er í kjöt eða fisk. Það kemur af því,
hvað grænmetið er fyrirferðarmikið og vatnsmikið. Jeg hef þó
notað alt að því helmingi minna salt og lánast það vel, en sjálf-
sagt er það ekki eins örugt. — Best er að hafa trjeílát, tunnu eða
dall, til að salta í, eða þá leirkrukku. — Áríðandi er að ílátið sje
vel helt og umfram alt vel hreint. Tunnur undan sýru eða slátri
eru auðvitað ágætar. — Grænmetið er Iagt í nokkuð þykk lög og
saltinu stráð milii laganna. Salt er haft efst og neðst í ílátinu.
Hverju lagi er þrýst vel niður með trjehnalli, svo það falli sem
þjettast. — Yfir kálið er svo lagt blautt, hreint stykki. Hreinn
hlemmur, sem fellur ofan í ílátið, er látinn á og steinar sem farg.
— Saltað kál þarf að geyma á köldum stað og hreinsa við og við
burt froðu og skúm, sem kann að setjast ofan á það. — Þetta
salta kál hefur mönnum geðjast mjög vel í jafninga með kjöti og
fiski. — Kálið er afvatnað, ef það þykir of salt.
Guðrún á Hallormsstað.