Hlín - 01.01.1938, Side 136
134
Hlín
Úr kvœðaflokknwm, „Gamlar konur“.
L *
1. Þið sýnduð mjer veginn til ljóssins landa,
jeg ljek mjer við ykkar lilið,
og enn finn jeg glögt þann ástúðaranda,
sem umvefur fertugra minningasvið,
og hlýjast er barni við yl frá þeim arni,
sem enginn gat kynt nema þið.
2. Jeg er sem í draumi, þá dagsannir kalla,
er dvel jeg við minningalind,
verð aftur að barni, að hlýju mjer halla,
í hug mínum speglast hver ástfólgin mynd.
Þið færið mjer sárin og sólskin og tárin,
en sveigana ykkur jeg bind.
II. Þú leggur yfir hafið.
1. Þú leggur yfir hafið með hárið hvítt sem ull,
það hafði í æsku fallið um barm þinn líkt og gull,
þá varstu laukur ættar og eldur brann á hvörmum,
en afl og þrek til starfa í hverri taug í örmum.
2. Jeg sje þig glögt í anda við elfar- bláan- streng,
að æskuleikjum þínum með rjóðum sveitadreng,
þeim glæstasta af öllum, sem götu þína runnu,
með gullkórónu, hásæti og þúsund Ijós, er brunnu.
3. Frá bökkunum við lána, þar ljek þinn prúði sveinn,
á leið til skýja fór þinn hugur eins og blærinn hreinn,
þar hjeldust þið i hendur með tign á efsta tindi,
þú titraðir í sæludraumi eins og strá í viridi.
4. En allsstaðar er Grimhildur, grimm og eigingjörn,
og »göróttur« var drykkurinn, en þorstlátur þinn örn.
Svo hvarf hann þjer sem heiðgeislinn, himinskær og fagur.
Þú hafðir aðeins minninguna, þegar settist' dagur.
5. Það man jeg glögt frá bernsku hvað þú vaggaðir mjer vært
og vafðir mig í ástúð, hvert smábarn var þjer kært,
en rómur þinn var líkastur kvaki svana í sárum,
er sveif til þín úr aringlóðum mynd af liðnum árum,