Ný félagsrit - 01.01.1857, Blaðsíða 93
UM RETT Al.fMNGIS.
93
kríngum sig mef) „rábstafanir“ og Iagabob, er snerta
mannrettindi og eignarrett manna, er hún ab skyldu á
fram ab leggja. „Tífeindi um stjórnarmálefni lslands“ sýna
bezt, hvílíkr ruglíngr er á öllu þessu, og er varla ab
búast vib ab því verbi kippt í lag, fyrr en alþíng kannast
vib þá skyldu sfna, ab vaka einnig yfir réttindum sínum
og þjúbarinnar í þessari grein. Aljúngi er skylt ab setja
nefnd til ab rannsaka, livort gengib hafi verib fram hjá
þínginu, og ef því íinnst ab svo haíi verib gjört, er þab
skylda þess ab lýsa yfir því, ab brotin sé réttr á þínginu,
en úrskurbir danskra rábgjafa sé eintóm lögleysa.
A síbasta alþíngi varb rætt um þab mál, hvernig
rétt væri ab leggja fram bænarskrár. þab er margt at-
hugavert í þessu máli, og flcira, ab ætlun minni, en
menn grunar. Fyrst er þab, ab „bendíngin“ til þíng-
manna kom fyrir munn konúngsfulltrúa frá innanríkis-
stjórninni, og var því eigi „konúngleg',‘ í neinum skilníngi.
Vér leyfum oss nú ab álíta, ab innanríkisstjúrnin, ebr
hver danskr rábgjaíi sem er, hafi uppá sitt eindæmi, enga
lieimild til ab þýba lög né gefa lög á Islandi, því þab er
konúngr einn meb rábi alþíngis, er heíir löggjafarvald yfir
oss; fyrir þvf hefbi þíngmenn átt þcgar í stab ab vita.
hvort „bendíngin“ væri komin til þíngsins ab konúngs bobi,
ebr innanríkisstjúrnin hefbi komib þessari flugu í munn
konúngsfulltrúa, en eigi gleypa vib lienni. eins og einn
hinna mest heibrubu þíngmanna gjörbi, og láta hana síban
upp koma aptr sem „uppástúngu“. En frá hverjum átti
þá slík uppástúnga ab geta löglega komib! á danskr
rábgjaíi nokkurn uppástúngurétt á alþíngi? Vér höldum
eldci, og vér ætlum, ab konúngsfulltrúi hati heldr engan,
inun því sannast hér hib fornkvebna: „falluntur jure
periti“, ebr: „skýzt þútt skýrir sé“. Vér skyldum eigi taka