Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 47

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 47
ÚTVARPSÁRBÓK 45 Útvarpið og kirkjan. Eftir síra Sveinbjörn Högnason. Þar sem útvarp er reldð í hinum kristna heimi, mnn það víðast vera orðinn fastur liður i starfsemi þess, að útvarpa guðsþjónustum og erindum and- legs efnis. Enginn efi er á því, að þannig hefir fagnaðarerindið náð til margra, sem aldrei hefðn gengið í guðsliús til að lilýða á það. Það mun óliætt að fullyrða, að sá liður starfseminnar sé einn með- al hinna vinsælli, — og það er ekki að eins meðal þeirra, sem ekki geta gengið í guðsliús, t. d. gamal- menna, sjúlcra og sjómanna, — heldur og meðal alls almennings. Hér mun hið væntanlega útvarp einnig ætla að láta sig þessa starfsemi einhverju skifta, og það er mikils um vert fyrir kirkju vora, að i'á þar nýja og góða leið til að flytja hoðskap sinn til mann- anna. Hún þarf því að vanda sem hezt til þessar- ar starfsemi, og styðja lxana eftir því, sem hún liefir tök á. Samvinnan milli hennar og stjórnar útvarps- ins þarf að vera sem bezt, og væri því ekki ósann- gjarnt, að kirkjan ælti einn mann í stjórn útvarps- ins. Þetta mun að vísu ekki vera liægt, eftir þeim löngum, sem nú hafa verið sett um stjórn þess, ■— en ekki þætti mér ósennilegt, að þeim yrði breytt, þegar meiri reynsla fæst um starf útvarpsins. Eg vantreysti, að vísu, engan veginn hinni nýskipuðu stjórn, að sýna víðsýni og sanngirni þeim aðilum, sem hagsmuna eiga að gæta við þessa starfsemi, — en ekki þætti mér ósennilegt, að fleiri aðilar

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.