Dvöl - 01.01.1948, Side 4

Dvöl - 01.01.1948, Side 4
2 DVÖL ast hjá okkur — fengi sér unnusta og ílentist. Já, svo mæla börn sem vilja, sagöi hún mæðilega. Já, hún er sannarlega dugleg stúlka. — Ef hún vildi fá hærri laun, þá .... sagði húsmóðirin. — Já, sjálfsagt, sagði hann. Og blærinn andar. Að sumu leyti eru þetta aðeins tilviljanir. Blóm á skrifborðinu hans, og skipt um þau á hverjum morgni. — Drottinn minn dýri, hugsar hann. — Ég hef aldrei litið við blómum fyrr. Burt með allt slíkt, hefur æ- tíð verið innsta hugsun mín. Blóm eiga að sitja rótföst á jörðinni, þá geta þau verið falleg. En hann er eftirvæntingarfullur á hverjum morgni, er hann opnar dyrnar — ný blóm? Já, og aðeins eitt, alltaf eitt í litla vasanum. Fyrst eru þau hvít, liljur, prestakragar, svo blá, klukkur, og síðast rau£ — rósir. Húsmóðirin gengur um húsið og speglar sig í gljáfægðum hús- mununum. Hún sýslar við sitt. Hún vefur fagurmunstraðan dúk sinn í litla vefstólnum. Hjóna- bandið er fallið í farveg vanans, og allt er svo friðsælt. Nei, það er víst ekkert sem aflaga fer. Lands- lagið á dúknum kemur betur og betur í ljós. Hann talar stundum við stúlk- una. Hún svarar af feimni en hreinskilni. Hún ber enga skel, engan skráp. Og hún er aðeins át- ján ára. Átján ára, og þó öll þessi blóm, hugsar hann. Þetta slungna bónorð með blómum, sem bendir til allt annars innrætis. — Eða er ég orðinn ruglaður af lestri ástar- sagna og reyfara? Kannski gerir hún þetta án þess nokkuð búi und- ir — aðeins vegna blómanna? Getur verið, að slík kona sé til? En saklaus er hún — saklaus og óráðin. Hún er óvakin en þó þrosk- uð, nógu þroskuð fyrir hvaða broðháf, sem vera skal, fyrir drukkinn og áleitinn kvennasnata á dansleik á laugardagskvöldi. Hún mundi verða honum eftirlát, beygja sig fyrir valdi lífsins, verða kona, eins og konur hafa ætíð ver- ið. Já, þannig er því háttað, hugs- ar hann. Það er langt síðan hann komst að raun um þessa einföldu rás lífsins. Svo er vegur alls holds. Hann lítur í spegilinn og lyftir rakvélinni. Honum finnst hann sjá þar annað andlit sem allra snöggvast að baki sínu eigin, glott- andi andlit, myndað af ljósbrot- inu í glerinu, og meðan hann dreg- ur breiða rák í sápulöðrið á kjálk- anum, finnur hann orð yfir það: Ljósdjöfull. Það er hann, sem æ- tíð hampar einhverju, sem lítur út fyrir að vera annað, en það er í raun og veru. Það er hann, sem veit, að sumt verður aldrei aftur tekið, og þegar það er skeð, þá hefur lífið farið í gegnum dyr, og er orðið annað líf með öðrum dög- um og öðrum einkennum. Konur geta verið slíkar dyr, hugsar hann með sér og markar aðra rák í

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.