Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 44

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 44
42 garðshliðinu. Og á sumrin, er hann vildi uppfylla eiginmanns- skyldur sínar gagnvart konu sinni, var hann vanur að fara inn i garðinn með hana, og þangað kom enginn annar en þau tvö ein. Á þennan hátt lifðu þau Janúar og kona hans saman marga yndis- stund. En jarðnesk hamingja varir ekki að eilífu, og það sannaðist hér. Janúar varð allt í einu blindur mitt í fögnuði lífs síns, og hann var að dauða kominn af sorg vegna þessa mótlætis. Hann grét og barmaði sér yfir þessari óham- mgju, og við þessar hörmungar bættist svo það, að hann varð nú gripinn brennandi afbrýðisemi. Hann gat ekki hugsað til þess, að Mai lét.i nokkrum cíðrum blíðu sína í té, hvorki að sér liíandi né dauðum. Hann vildi, að hún lifði sem ekkja og klæddist svörtum klæðum eftir sinn dag. lifði alein eins og turtildúfan, sem hefur misst maka sinn. En er tíminn leið, stilltist sorg hans. Þegar hann sá, að þessu varð ekki breytt, sætti hann sig við örlög sín. Hann gat þó ekki haft hemil á afbrýðiseminni, og það gekk svo langt, að hann gætti þess vandlega, að Mai hreyfði sig ekki eitt einasta fet hvorki innan húss né utan, án þess að hann hefði sjálfur höndina á öxl henn- ar. — Þetta varð Mai þungbært, og hún grét oft yfir því, því að hún elskaði Damian svo ákaft, að DVÖL hún varð annað hvort að fá að njóta hans eða deyja að öðrum kosti, og hún bjóst við, að hjarta sitt mundi springa af ást þá og þegar. Og Damian varð sorgmæddur maður, því að honum gafst ekki tækifæri til þess að segja eitt ein- asta orð við Mai, hvorki á nóttu eða degi, án þess að Janúar væri viðstaddur. Þau gátu aðeins orðið áskynja um hug hvors annars með bréíaskriftum. Mai hafði þó mótað silfurlykil- inn að garðshliðinu í vax og Damian hafði látið gera lykil eftir mótinu með mikilli leynd og gat nú komizt inn í garðinn. Morgun einn síðla í júní greip Janúar löngun til þess að fara út í garð- inn ásamt konu sinni einni, og hann sagði við hana: — Rístu upp, kona; komdu yndislegi engill- inn minn. Heyrirðu ekki lævirkja- sönginn. Veturinn er liðinn, og vorið er að heilsa. Umhverfis garð- inn er hár múr. Við skulum fara þangað og njóta lífsins. Slík orð lét hann sér um munn fara. Mai gaf Damian merki um að hann skyldi fara á undan þeim inn í garðinn. Damian opnaði hlið- ið með lykli sínum og flýtti sér inn í garðinn, án þess að nokkur yrði var um feröir hans. Síðan faldi hann sig undir runna. Síðan gekk Janúar með konu sína við hlið út í hinn fagra og frjósama garð, og hliðið lokaðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.