Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 8

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 8
6 DVÖL eitt kvöldið. Hann hefur verið í afmæl'ishófi hjá fimmtugum skólabróður sínum. Hann fer úr yfirhöfninni og tekur vínflösku út úr skáp og fer með hana upp til Bertu. Hún sefur vært, en hann vekur hana og hvetur hana til þess að drekka. Hún drekkur mörg glös, og þau verða kát og tíminn líður. Það er orðið áliðið nætur, þegar þau hvíla saman í rúmi hennar og sofna. Þau sofna í faðmlögum. Hann vaknar við það, að dyrnar eru opnaðar, og þarna stendur konan á gólfinu og horfir á þau. Berta vaknar líka og rekur upp hálfkæft óp og stingur svo kollin- um undir sængina. Húsmóðirin horfir lengi á þau og skilur fyrst ekki, hvernig á þessu stendur. — Liggur þú hér? segir hún ráð- villt. — Já, svarar hann og reynir að vera eðlilgur. — Ég hafnaði víst hér. Og nú er sem konunni skiljist þetta til fulls, Hún fölnar, og fölvinn í vöngum hennar táknar allt það, sem nú fer um hug henn- ar. Hún sér fyrir sér þetta fagra heimili, Bertu sem verður að fara burt og vefinn sem er ekki nema hálfnaður enn þá. — Að þú skulir ekki skammast þín, segir hún milli samanbitinna tanna og gengur aftur út úr her- berginu. Jafnvel þetta andsvar kemur ósjálfrátt yfir varir hennar. Hann situr andartak kyrr á rúm- stokknum og finnur engar kennd- ir bærast með sér. — O, jæja, segir hann, — o, jæja. Og hann er ekki tiginn í bragði, þar sem hann gengur, hálfklæddur og stúrinn, til herbergis síns og finn- ur aðeins til höfuðverkjar, ergi og leiða. Húsmóðirin stendur í herbergi sínu og hugsar með sér: — Þetta veldur mér engri kvöl, tíðarandinn vill, að það valdi manni slíkri kvöl. Hún lætur sig engu skipta hinn líkamlega verknað mannsins. Nei, en það er allt annað. Það rís gegn henni eins og svellandi brim- garður. Berta verður að fara burt, og hún verður að hringja í síma, og hún verður að auglýsa, og hún verður að taka á móti ókunnugum stúlkum, og það einmitt núna, þeg- ar vefurinn hennar var í miðjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.