Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 52

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 52
50 DVÖL Ég rölti að húsi frú Ratz. Úti í feninu heyrðist ganghljóð aflvélar- ínnar og skröltið í stóra stálkjaftinum, sem át sig gegnum jarðveginn. Nú var laugardagskvöld. Skurögrafan mundi hætta klukkan sjö á sunnudagsmorgun og hvílast til miðnættis á sunnudag. Á hljóðinu heyrði ég, að allt var í bezta lagi. Svo kleif ég þröngan stigann upp í herbergi mitt. Eftir að ég háttaði lét ég ljósið loga um stund og starði á fölnaðar rósirnar á veggfóðrinu. Ég hugsaði um raddirnar tvær, sem komu af vörum Bjarnar-Jóa. Þetta voru raunverulegar raddir, ekki stælingar. Þegar ég minntist þeirra, sá ég fyrir mér konurnar, sem höfðu talað, hina kaldrödduðu Emalín og örvæntingarfullt andlit Amý. Ég braut heilann um orsök þeirrar örvæntingar. Var þaö aöeins ein- manaleiki miðaldra konu? Varla fannst mér það geta verið, röddin var of óttaslegin til þess. Svo sofnaði ég frá Ijósinu og varð aö fara fram úr seinna til að slökkva. Um átta leytið næsta morgun, hélt ég út í fenin að skurðgröfunni. Áhöfnin var að beygja nýja víra og vefja þá gömlu saman. Ég leit eftir verkinu og gekk svo aftur inn í Loma um ellefuleytið. Framan við hús Ratz sat Alex Hartnell í gömlum Fordbíl. Hann kallaði til mín. „Ég ætlaði einmitt að fara að sækja þig út að skurðgröfunni. í morgun slátraði ég nokkrum hænuungum og datt í hug, að þú mundir fást til að hjálpa mér við þá.“ Þessu boði tók ég með þökkum. Matsveinninn okkar, sem var stór og hvapafeitur maður, matreiddi vel, en upp á síðkastiö hafði ég fengið megna andúð á honum. Hann reykti Kúbanska vindlinga með bampus pípu. Mér féll illa hvernig fingurnir á honum iðuðu á morgn- ana. Hendur hans voru hreinar og mjölhvítar eins og á bakara. Áður hafði ég aldrei skilið hvers vegna þessi litlu, fljúgandi skorkvikindi voru kölluð bakaramölflögur. Jæja, ég skreið inn í bílinn hjá Alex og við ókum niður hlíðina að frjó- sömu landsspildunni í suðaustri. Sólin skein í heiði á svarta moldina. Þeg- ar ég var smástrákur, sagði kaþólskur drengur mér, að sólin skini alltaf á sunnudaga, þó ekki væri nema skamma stund, því þá væri drottinsdag- ur. Ég ætlaði mér alltaf að fylgjast með því hvort þetta væri satt. Við skröltum niður á sléttlendið. Alex kallaði. „Manstu eftir Hawkinssystrunum"? „Auðvitað.“ Hann benti. „Þarna er húsið þeirra.“ Lítið sást af sjálfu húsinu, því hátt kýprusviðargerði umlukti það. Þar innan við hlaut að vera smágarður. Yfir gerðið sást aðeins þakið og efstu gluggarúðurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.