Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 13

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 13
D VÖL 11 við þetta nafn, hafði oft heyrt það nefnt áður í sambandi við frægan grafreit skammt frá borginni. Hann gerði sig líklegan til að fylgjast með öðru fólki, sem var að streyma út úr vagninum. Og um leið sneri hann sér að fátæk- legum stúdent, sem næstur hon- um stóð og spurði hann, hvenær síðasti vagn færi til borgarinnar aftur. Það var ekki laust við, að hann l’yndi til fagnaðar, þegar hann varð þess vitandi, hvert hann var kom- inn, en hafa þó ekiö út í óviss- una. Sá fögnuður var heldur ekki að ástæðulausu, því þegar hann hafði yfirgefið vagninn, mætti augum hans hvarvetna óumræði- leg fegurð, og alls staðar ríkti friðandi þögn. Á milli hárra hamra og skógivaxinna hæöa var lítill blómum ofinn dalur, og þar lá þessi óviðjafnanlegi hvíldarstaður, þar sem jafnvel storminum var varnað að rjúfa kyrrðina. Þetta var ekki kirkjugarður með gröf við gröf, og kross við kross — eða óreglulega niðurröðuðum steinminnisvörðum meö nokkrum kveðjuorðum á. Nei, þetta var allt annað, meira og fullkomnara. Þarna var andanum lyft langt yfir það jarðneska í fegurð fullkom- innar listar. — Blessuö blómin, varð Atla að orði, er hann gekk fram hjá nokkrum fögrum musterislíkönum, ofnum úr marglitum rósum, er Kýprusviðurinn skýldi á allar hliðar. Það var næstum því ótrú- legt, að nokkur mannleg hönd gæti fengið liljur jarðarinnar til að vaxa þannig. Ósjálfrátt hvarflaði hugur hans heim. Voru ekki líka blóm þar? Hvers vegna hafði hann aldrei séð þeim svona fyrir komið? Meðan hann lagði leið sína inn í bogmyndaða hvelfingu, sem grafin var undir skógivaxna hæðina, tók hann sam- an marga fyrirlestra. Hann ætlaöi að kenna þjóðinni sinni að gróður- setja blómin, þannig að þau gætu talað til hjartans á sama hátt og þessi, svo að menn heima færu ekki á mis við slíkar raddir nátt- úrunnar. Vegna ólgunnar, sem fór um sál hans, veitti hann engu eftirtekt, fyrr en hálfkæföur ekki barst að eyrum hans og vakti hann af þess- um hugsunum. Atli leit í kringum sig. í hvelfingunni, sem hann var staddur í, voru grafir til beggja handa, en fyrir framan munnana stóöu marmarastyttur, fögur lista- verk af alls konar gerð. í gegnum þau fannst honum lífið koma á móti sér fram úr gröf dauða og myrkurs. AÖ fótstalli einnar stytt- unnar, sem var Kristslíkan, kraup dökkklæddur kvenmaður og fól andlitið í höndum sér. Atli hafði oft séð myndir þessu líkar áður, en þær höfðu oftast verið í hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.