Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 16

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 16
14 DVÖL þegar einhver réttir honum pen- ing, en lífskjörin hafa beygt svo mjög, aö þakklætistilburðir hans verða líkari afskræmdum grettum. Sögu götuspilarans, sem stendur á strætishorninu og leikur á ein- falda flautu, leikur og fær enga áheyrn vegna þess, hve tónarnir eru einfaldir. Sögu öreigabarnsins — stúlkunar — sem situr á gang- stéttinni og krítar á hana svip- lausar myndir, til aö reyna að láta mennina skilja kjör sín — en verður að selja sig fyrir einn brauðhleif. — Atli rétti fram báð- ar hendurnar. Þessi augu trylltu hann. Áhrifin læstu sig um sál hans. Það var eins og hann lang- aði til að hrífa þessa konu burt úr þessarari tilveru í einu brennandi faðmlagi, og áður en hann áttaði sig, hafði hann þrýst henni að barmi sér. ■— Svo áttaði hann sig, roðnaði upp í hársrætur og reyndi að bera fram einhverja afsökun, en vafð- ist tunga um tönn. f sömu svifum bar þar að vagn, er staðnæmdist skammt þaðan. Atli gerði sig reiðu- búinn til að fara, en fyrir siða- sakir spurði hann hana, hvort hún vildi ekki fara lika og hvar hún ætti heima. — Heima! sagði hún. — Ég á hvergi heima. Atli fann aftur að hann roðnaöi. Hann var sem steini lostinn. Hvergi heima! Hvers vegna voru allir heimilis- lausir, sem urðu á vegi hans í þessu landi, sem var svo ríkt af fegurð og gæðum? Til hvers voru þá öll þessi auðæfi? Voru þau að- eins hnúajárn á krepptan hnefa mannúðarleysisins? Var gengið á rétti þessara smælingja, eða þekktu þeir engar kröfur til lífsins? Hvergi heima! Var það einungis andvarp mannshjartnanna, sem ekki eiga varanlega hvíld, eða var heimilið svona dýrmætt, að . þaö gæti verið helgasta þrá hverrar mannssálar? Hann skildi þetta ekki, — hafði aldrei átt heimili — aldrei! En það höfðu oft vaknað hjá honum einhverjar þrár, sem hann ekki skildi. Ef til vill voru þær þetta, — að eiga einhvers staðar heima, finna sig studdan af örðum og mega styðja annan. — Atli stóð á fætur. í svip hans lýsti sér eitthvað mikið og ákveðið. — Já, nú var gátan ráðin, gátan — sem hann hafði verið að reyna að skilja alla ævi — hann sjálfur. Hann rétti fram höndina og sagði í biðjandi og næstum skip- andi tón: — Komdu! Þaö var eins og hver blóðdropi hjarta hans lægi í þessu handtaki — fórnandi sál, sem enginn gat staðizt. Á leiðinni niður veginn Via de Circonvallaziona, sagði hún honum nafn sitt og margar sögur um þessa fögru borg, sem svo oft hafði verið glæsileg stjarna á himni við- burðanna. En hatm byggði sér skýjaborgir í sambandi við heim- ilið, sem hann ætlaði að skapa sér, og samdi ótal ævintýr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.