Dvöl - 01.01.1948, Síða 12

Dvöl - 01.01.1948, Síða 12
10 D VOL DÓTTIR GENOVA Eftir Bjarna M. Gíslason í landi ævintýranna, konungs- ríki lita og tóna, er margt sem her- tekur hinn norræna gest, sem van- ur er kyrrð og fámenni — þögul- um svipum bláfjallanna, sem vekja eilífa þrá til að leita hins ókunna, er hinum megin býr. Atli átti frídag. Þegar hann hafði þvegið sér og klæðzt í hrein föt, ætlaði hann að ganga á land og skoða í ljósi dags- ins hinar stórbrotnu myndir borg- arinnar. Hann var samt ákveðinn í því að leita ekki inn á sömu staði og kvöldið áður. Eiginlega var hann hálfruglaður síðan. — Tryllandi tónar, vín, marglit ljós, dansandi meyjar, naktir armar, atlot, — allt kom þetta fram í huga hans í einu — fór um hann eins og hringiöustraumur. Hafði hann ekki kynnzt ástinni og orðið óurri- ræðilega sæll nokkur dýrmæt augnablik, sem þó skildu eftir sár? Hann skildi þaö ekki, hafði aldrei kynnzt þessum tlfinningum áður Næstum því ósjálfrátt stakk hann höndunum í vasana og greip utan um nokkra skildinga, sem þar voru geymdir. Og líkast því, sem það angraði hann að verða þeirra var, nísti hann tönnum og muldraði gremju- lega: Peningar, peningar. Já, kostaði þetta ekki allt saman peninga — og ástin líka, ef hún var þá nokkuð nema ímyndun! Hann gat þó ekki ásakað þetta fólk, því hann hafði drukkið af sama bikar — já, drukkið hann í botn. En hvers vegna gerði hann það — hvers vegna? Ef til vill af sjúkri löngun manna yfirleitt í það forboðna, eða ef til vill af ein- hverri meðfæddri hneigð. Hvert sem hann renndi augun- um, mættu þeim óhrein börn og mannræflar innan um skraut og auðæfi borgarinnar. Og við hvert andvarp beiningamannsins skild- ist honum æ betur, að lífskjörin höfðu þvingað mennina á vald þeirra lystisemda, sem hann hafði kynnzt kvöldið áður og nú stungu vitund hans sem þyrnar einhverrar óumræðilegrar smánar. Atli flýtti sér upp í sporvagn, sem staðnæmdist á móts við hann, og rétti vagnstjóranum nokkra skild- inga. Hann vissi ekki hve mikið, né hvert vagninn ætlaði. Það gilti einu. Hann vildi bara burt, burt! Eftir alllanga stund staðnæmd- ist vagninn og vagnstjórinn kall- aði „Campo santo“. Atli kannaðist

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.